Fjöldamorð í hlíðunum.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Fjöldamorð í hlíðunum.

Post by Villimaður »

Hrikalegt fjöldamorð hefur verið framið í Hlíðunum, 7 liggja í valnum, og 3 grunaðir hafa verið handsamaðir og settir í einangrun.

Látnir eru:

Humrar.
10cm KK Procambarus clarkii, blár.
10cm KvK Procambarus clarkii, blár.
6cm KK Procambarus clarkii, rauður.
5cm KvK Procambarus clarkii, rauður.
5cm KvK Procambarus clarkii, rauður.
3cm KvK Procambarus fallax, brúnn.

Fiskar.
8cm Brúsknefur.


Grunaðir um ódæðið:

5cm KK Fangasiklíða.
4cm KvK Fangasiklíða.
20cm Áll, íslenskur.

Ekki er talið að þessu sinni að plássleysi hafi ollið þessum hörmungum þar sem allir íbúarnir voru í 450L húsnæði, með nóg af vænlegum fasteignum.

Útför fórnarlambana fór fram um 18:00 í dag, Villimaður sá um athöfnina.
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tel brúskinn hafa myrt humrana og framið síðan sjálfsmorð þegar samviskan tók að naga hann. :P
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Neeh, líklegast er að humrarnir voru í einhverum költ og frömdu fjöldasjálfsmorð eftir að hafa fórnað brúsknefinum til guðs síns.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ég held að strokufangarnir hafi rænt álnum og kálað öllum vitnum . .
er komin lausnargjaldskrafa ?










samt leitt að heyra
Post Reply