Góða kvöldið, ég er að forvitnast og vona að þið getið gefið mér einhver svör
en ég er með tvo óskar fiska, annar er yngri/minni en hinn, og ég var að spá hvort það væri sjálfagt að sá sem er minni eða annar fiskurinn væri undirgefnari hinum, ég hef tekið eftir því þegar ég er að gefa þeim að borða að minni fiskurinn bíður alltaf eftir því að stóri sé fyrst búinn að fá að borða og síðan fær litli sér og hann fær sér yfirleitt ekki mikið, bara rétt nartar,
þetta veldur því að stóri vex hratt en litli vex ekki, og það er að verða soldið mikill stærðarmunur á þeim, var alltaf bara smá..
búrið er 240 lítra, við erum bara með þá tvo þarna, þeir virðast samt vera voða góðir vinir, eru oft að synda saman og eru ekkert að atast í hvor öðrum, allavegana ekki sýnilegir áverkar á þeim minni
þess vegna er ég að spá hvort þetta sé bara normal, því þeim virðast semja alveg ágætlega
Þetta er normal, ætli sá minni taki sig ekki til í andlitinu og fari að éta almennilega. Þetta er svona með óskara að þeir níðast á þeim minni, sem reyndar á við um lang flestar ameríkusíkliður.
já ok, ég vona þá að hann fari að borða almennilega.. það væri rosalega leiðinlegt að missa hann, sérstaklega þegar þeir sína sovna mikla vináttu.. eða allavegana að þeir séu ekki fyrir hvor öðrum
Tveir óskarar verða oftast miklir vinir ef þeir alast upp saman.
Ágætt trikk til að tryggja að minni fiskurinn fái meiri mat er að gefa fyrst eitthvan stórt þannig sá stærri fylli kjaftinn, td fiskbita, þá fær sá minni tækifæri til að éta betur.