Hæhæ veit ekkert um fiska þannig ætla að skella bara hér inn til að fá leiðbeningar víst að google er að bregðast mér! var að kaupa mér 2 stk sverdraga og einn baby í kaupæti hvernig á vatnið að vera?? og á ég að salta vatnið? og þarf búrið að vera stórt??? HJÁLP!!!
Þeir þurfa kannski 30-50L búr með fersku vatni, þú kemst alvef fa án dælu ef þú ert dugleg/ur að skipta um vatn en vatnið verður ekki eins tært... en það er betra og loftdæla hjálpar líka
Fyrir þessa fiska er best að hafa um 20L, Já þú þarft dælu. Passaðu að halda vatninu í 24-28°C. Sverðdragar eru ferskvatnsfiskar svo þú þarft ekki að salta búrið.
Það er yfirleitt að kaupa fyrst búr, dælu og svo framvegis áður en þú kaupir fiska, annað er bara vitleysa. Og passaðu þig að vera alltaf búinn að kynna þér fiskana sem þú kaupir, svo þú kaupir ekki eitthvað sem verður of stórt fyrir búrið eða lifir við önnur skilyrði en fiskarnir sem þú ert með í búrinu.
Sverðdragarar verða nú frekar stórir,(10-12cm allavega) 20L er ekki nóg.
Myndi halda að 60-100L búr sé í lágmarki.
En myndi nú duga fyrir þrjá sverðdraga.
Það þarf ekki endilega að vera dæla, en það er betra,
annars gæti vatnið orðið gruggugt.
Ef þú vilt ekki hafa dælu, þá er loftdæla og loftsteinn málið,
bara svo að vatnið verði ekki súrefnissnautt.
Hitastig í kringum 25gráður..
Gefa þeim grænfóður (t.d Tetra Pro vegtable)
Getur haft hjá þeim Ancistru (brúsknef/ryksugu) eða nokkra corydoras eða kulii ála til að éta matarleifar af botninum..
Sverðdragarar geta verið með flestum fiskum, þeir eru svolítið yfirgangsamir, en molly, platy, tetrur og danioar eru fínir með þeim.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L