ég var að fá mér fiskabúr fyrir stuttu, í búrinu eru
15cm+ gibbi
4 Yellow Lab (sýnist þeir vera 2x kvk og 2x kk)
2 Pseudotropheus Salousi (karlkyn báðir)
1 trúðabótía
2x mississippi mað turtle
og 2 tegundir sem mig vantar nafnið á, ég keyðri þetta nefnilega notað allt saman og það fylgdi nú ekki hvaða tegundir þetta voru.

Uploaded with ImageShack.us

Uploaded with ImageShack.us

Uploaded with ImageShack.us
svo líka var ég að spá hvaða fiska tegundir ég get sett með skjaldbökunum í búrið eru það bara flestar sikiliður eða? allavega meðan þær eru nógu snöggar til að koma sér undan bökunum?
svo líka með skjaldbökurnar, ég fann lista yfir hvað þær meiga fá að éta.
Listinn.
Þurrfóður: Best er kalkmikið fóður ætlað skjaldbökum og selja gæludýrabúðir ýmsar tegundir. Leitaðu eftir umbúðum sem hafa kalk (calcium). Annað fóður sem hægt er að nota samhliða kalkmiklufóðri er KOI-matur. Ódýrt og þeim finnst það mörgum mjög gott.
Grænmeti og ávextir: Rómanskt kál, rauðlaufskál, grænlaufskál, gulrætur, kantalópa, hunangsmelóna, jarðaber, duckweed, vatna híasinta, vatnakál, spínat.
Prótein: Mjölormar, ancharis, blóðormar, nautahjarta, ferskur humar, fersk rækja, ghost rækja, frosinn fiskur (krabbakjöt, rækjur, ýsa, gellur..), vatnasniglar, moskító lifrur, landsniglar (slugs) og vaxormar. Ef gefin er skinka verður hún að vera óreykt og látin liggja í vatni svo að saltið fari úr henni.
en mínar skjaldbökur virðast bara ekki líta við neinu öðru heldur en þurrfóðri. ég er búinn að reyna að gefa þeim mikið af bæði grænmeti og því sem flokast undir prótein, en það er bara enginn áhugi á því. Einhver með einhver góð ráð við þessu? eða er bara nog að gefa þeim bara alltaf þurrfóður?