Tiger Lótus.

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Tiger Lótus.

Post by Gilmore »



Fyrir um 3 mánuðum setti ég lítið Lótus fræ á stærð við hnetu í 180l fiskabúrið. Nú er ég að spá í hvort hann sé að taka alla næringu frá hinum plöntunum?

Ég er með slatta af Anubias sem lítur alveg þokkalega út, og það vaxa ný blöð reglulega, enda vaxa þær hægt. En svo er ég með nokkrar hraðvaxta plöntur sem vaxa nánast ekkert.

Ég er með Valisneria Spiralis og Nana og þær eiga að vaxa eins og illgresi um allt búr, en hjá mér vaxa þær nánast ekkert, svo er ég með Amazon Sverð sem vaxa mjög hægt.

Getur verið að Lótusinn sé að taka alla næringu frá hinum? Hann vex og vex og ég sé mun nánast daglega og hann er að verða of stór fyrir búrið og þá þarf ég að finna honum nýjan stað. Er ekki vonlaust að hafa hann í búri með Óskurum?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Re: Tiger Lótus.

Post by Tommi »

Ef lótusinn skyggir á hinar plönturnar þá er líklegt að hann hafi áhrif á þær. Annars er erfitt að segja hvað veldur því að hinar plönturnar þrífast illa án þess að vita hvaða lýsingu þú ert með, hvort þú notir gróðurnæringu og hvaða hitastig er í búrinu.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég er með Juwel High-Lite T5 perurnar stock 2 x 35w önnur Nature (4100k) og hin Day (9000k). Er það ekki frekar lítil lýsing?

Hitastigið er 24 - 25 gráður og ég er ekki að setja neina næringu í búrið og ekkert CO2.

Lótusinn skyggir ekki á plönturnar ennþá. Þær þrífast kannski ekkert illa, en þær vaxa alveg svakalega hægt, meira segja Egaria Densa.

Ég hef meira að segja rifið Lótusinn upp með rótum til að færa hann, en það virðist ekki hafa nein áhrif á hann, hann bara vex og vex.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Þetta ætti að vera næg lýsing hjá þér, a.m.k. fyrir auðveldar plöntur. Mér finnst líklegt að þú fengir vaxtarkipp í plönturnar ef þú settir gróðurnæringu í búrið. Ég myndi allavega prófa það.
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »

Ég var með Egaria Densa hjá mér sem óx eins og arfi en svo hætti hún og að lokum óx hún svo hægt og var svo ræfilsleg að ég henti henni. Hinar plönturnar vaxa ágætlega en sem áður. Gæti verið að þessa plöntur hafi bara vissan ævi-tíma, annars veit ég það ekki.
xxx :D xxx
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

ef plönturnar eru grænar og vel útlítandi er ekkert að þeim...

en ef þig langar að fá vaxtar kipp í þær mæli ég með co2 þá kemur góður kippur í þær og reindar lótusin líka annars þarftu ekkert að gera og þær vaxa bara hægt
Post Reply