Regnbogafiskar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Regnbogafiskar

Post by Porto »

Nú er maður að öllum líkindum að fara útí regnbogafiska og svona áður en maður dembi sér útí það langaði mig til að athuga hvort einhverjir með reynslu væru ekki til í að gefa mér góðar ábendingar. Ég er mikið að pæla í uppsetningunni:
3xMelanotaenia lacustris
3xBoesemani
3xMelanotaenia splendida
2xGlossolepis sp.
2xMelanotaenia herbertaxelrodi
Ef einhverjir vita um fleiri flottar tegundir eða betri dreifingu á tegundum þá er það vel þegið ásmat öllum góðum ábendingum.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég er mest í regnbogafiskum og ég er kominn á þá skoðun að velja eina tegund per búr. Ég er með nokkuð margar tegundir , en er að spá að fara bara í parkisoni og sepik, jafnvel hafa eitt bosemani búr , ekki viss samt. Ég er með eitt 120 L bara með neon regnbogum og ég er að fíla það betur , heldur en blandaða 720 L búrið mitt. Þetta er nú bara mín skoðun :P
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

já snilld, gaman að fá aðra skoðun...ég er svolítið fyrir margar tegundir en það er samt alveg spurning um að fækka tegundunum og hafa þá fleiri af hverri tegund. Kannski bara Lacustris og Boesemani (sem eru í pínu uppáhaldi). En Parkinsoni eru þeir e-ð skemmtilegir? veit lítið um þá
Post Reply