"bólur" á fiski

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
leah
Posts: 2
Joined: 22 Jun 2010, 16:48
Location: Akureyri

"bólur" á fiski

Post by leah »

Hæ hæ er ný hérna og er í vandræðum með einn fisk í búrinu hjá mér. Málið er að ég er með 300 lítra búr sem ég setti upp fyrir ca 5 mánuðum allt hefur gengið vel í búrinu hingað til. Fyrir um ca 3 vikum síðan sá ég að einn marmara gúramin minn (held hann heiti það) var komin með eins og rauðan blett undir annan uggann ég saltaði búrið vel og og varð ekki vör við neina breytingar hvorki góðar né slæmar ástandið var óbreytt og fiskurinn var er virtist bara hress. Svo fór ég í tíu daga frí og setti svona forðamat stórann kubb í búrið hjá fiskunum, ég kom heim í gærkvöldi og allir fiskar voru hressir þara á meðal Gúraminn minn nema hann er kominn með einhverskonar bólur á sig :shock: Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið og hvað þá hvað ég get gert í þessu og er að vonast til að einhver fiskafróður hér inni gæti kannski hjálpað mér í að sjúkdómagreina fiskinn svo að ég geti jafnvel bjargað honum og komið í veg fyrir frekari sýkingar í búrinu hjá mér. :-)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ef þú getur útskýrt þessar bólur nánar þá gæti ég kannski hjálpað þér.
Annars, velkomin á spjallið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
leah
Posts: 2
Joined: 22 Jun 2010, 16:48
Location: Akureyri

Post by leah »

Takk fyrir það :-) Ég var að reyna að skoða þetta betur áðan og finnst svolítið efitt að lýsa þessu. þetta eru eins og bleikar bólur ,var að spá hvort þetta gæti verið einhverskonar vörtur. Fiskurinn sem er vanalega bláleyddur er orðin næstum alveg litlaus og er með eins og rautt sár/hrúður við annan uggan. hann virðist hress þó að liturinn seigi mér annað hann liggur ekkert við botninn, eða hangir við yfirborðið hegðunin hjá honum virðist vera sú sama og hefur alltaf verið. Hinir fiskarnir eru allir eins og þeir eiga að vera engir blettir og engin skyndileg dauðsföll.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Ertu búin að mæla NO2 og NO3?

Hefur fiskurinn minni matarlyst?
Syndir hann eitthvað minna um?
Andar hann hraðar en venjulega?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply