sæl öll ,
Ég sendi þennan þráð inn því ég tel mig hafa misstigið mig núna.
Fyrir degi eða svo keypti ég gullfisk og lét hann í krukku ca 8lítrar , maður vissi svosem að þetta væru harðgerð kvikindi og því varð hann fyrir valinu og vegna þess að draumur minn var að hafa lítið búr , sætt lítið kvikindi og fyrirferð í lágmarki .En ég var ekki lengi að
átta mig á , að greyið var ekki beint hamingjusamt í þessu íláti þannig að ég keypti 20lítra búr auk lofdælu og hreinsidælu . Við þetta varð hann mun sprækari og þá fær maður þessa "æðislegu" hugmynd að láta hann hafa félaga . ss annan lítinn gullfisk innan við 4cm.
En svo versnar málið þegar ég fer að drekkja mér í lestri um þessi dýr, á spjallborðum úti þá er verið að tala um að svona kvikindi þurfi amk 50lítra búr til að vera happy , og hugsanlega 100-110 lítra búr ef þeir eru tveir. Því sé þessum skilyrðum ekki fullnægt þá stækki ekki mikið búkurinn í takt við stækkun innyfla í þeim. Sem ég giska á að sé ekki skemmtilegur dauðdagi, auk þess sem þetta eru subbulegir fiskar hvað varðar ammoníak og önnur eiturefni.
Spurningin er , hugmyndin um litla fyrirhöfn farin fyrir bý? kaupa 120l búr? skila öðrum fisknum og vonast til að annar þeirra þrýfist í þessu 20L samlokuboxi ?
Gullfiskar hjálp!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli