Ekki getiði nokkuð komið með einhverjar hugmyndir um hvað er að hjá gullfisk sem er eitthvað slappur.
Ég er með 60 lítra búr og í því eru þrír gullfiskar, 2 svona tjöbbí og svo þessi langi sem er eitthvað slappur.
Hann er voða mikið á botninum, ekkert á hlið eða haus eða neitt óeðlilegur nema fyrir magnið af tíma sem hann eyðir þar. Hann lítur annars vel út, virðist ekki vera neitt sár á honum, augun fín og allt í góðu lagi. Hann hefur hingað til alltaf komið samt upp á yfirborðið á matartímum (2 á dag) en virðist áhugalaus um matartímann eftir þrifin í dag.
Búrið er svolítið skítugt. Þreif það síðast fyrir 2 vikum og þá var það skítugt líka. með slý á hliðunum og dælan er með oggulitlum svona grænum laufblöðum/þörungum.
Nú er ég óviss um hversu miklar framkvæmdir eigi að fara í til að hressa hann, Þrífa allt búrið vel? dæluna og sandinn? skipta um meira af vatni? Vorum að skipta um c.a. 30% og hann virðist ekki hressast mikið en þó örlítið. Setja salt út í? Taka hann upp úr og setja í alveg ferskt vatn?
Getur verið að þessir löngu þoli léleg vatnsgæði verr?
Við vorum líka með plöntu (anuvias minima) í búrinu en tókum hana upp úr þegar búrið var þrifið fyrir tveimur vikum, þrifum hana og gleymdum henni svo á borðinu þannig að hún varð öll skorpin, prufuðum samt að skella henni ofan í búrið um leið og hún fannst á eldhúsbekknum en vorum að dæma hana lost cause núna og taka hana upp úr, getur hún hafa valdið einhverri eitrun þar sem hún skemmdist?
Óhress gullfiskur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
s.s. skipta um meira vatn bara eða þrífa búrið betur? eða bæði Nú eru hinir tveir fiskarnir sprækir sem lækir, þola þeir betur lítið súrefni?
Hvernig er það þessi litlu grænu laufblöð á dælunni eru þau góð eða slæm? Erum búin að vanda okkur svo mikið við að vera ekki að hrófla mikið í lífríkinu í búrinu að það gæti sennilega verið komið í hina áttina.
Já og takk kærlega fyrir svarið hef miklar áhyggjur af litla krílinu.
Hvernig er það þessi litlu grænu laufblöð á dælunni eru þau góð eða slæm? Erum búin að vanda okkur svo mikið við að vera ekki að hrófla mikið í lífríkinu í búrinu að það gæti sennilega verið komið í hina áttina.
Já og takk kærlega fyrir svarið hef miklar áhyggjur af litla krílinu.
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Fáðu þér nýjan uppþvottabusta og bustaðu glerið og annað þar sem þörungurinn er skiptu svo um 60-70% af vatninu láttu það svo vera í ca viku og gerðu þá aftur vatnsskipti ca 40-50% og ryksugaðu mölina í botninum þá til að losna við skít sem safnast upp í mölini hafðu svo vatnsskipti á viku-10 daga fresti þartil nitur hringrásin er orðin í lagi
svo myndi ég fá mér ancistu og láta hana um þörunginn hér eftir
svo myndi ég fá mér ancistu og láta hana um þörunginn hér eftir