Sæl og blessuð kæra fiskafólk!
Mér sýnist vera kominn leki í búrið mitt sem er 60L tetrabúr. Ég keypti það notað síðasta sumar og það hefur virkað fínt, svo í kvöld var ég að skola svampinn úr dælunni og sá þá að það var allt blautt undir búrinu. Það var of mikið til þess að það geti hafa lekið bara af lokinu eða eitthvað svoleiðis og þegar ég færði búrið aðeins til og frá virtist þetta vera mest undir því.
Ég er núna búin að koma plasti undir búrið og vona bara að þessi leki sé mjög hægur svo nóttin verði o.k.! En væntanlega þarf ég að leggjast í viðgerðir eins fljótt og hægt er. Ég var búin að sjá hérna að ég á að geta fengið sílikon sem er öruggt fyrir fiska í byko og húsasmiðju en það sem mig vantar að vita er hvað geri ég við fiskana á meðan og hvað þarf búrið að vera lengi að þorna eftir að sílikonið er sett á??
Allar aðrar ábendingar líka vel þegnar
Takk takk,
Doppla fiskabyrjandi
leki í fiskabúri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Takk fyrir þessi svör. Ég byrja allavega á að skoða þetta efst í búrinu ef ég átta mig á hvaða lista rembingur er að tala um
Ef það dugir ekki til leggjumst við í meiri framkvæmdir, reyndar virðist ekki hafa lekið meira í nótt svo það er spurning hvað er að gerast...
En annað í sambandi við fiskana, ég gleymdi að minnast á að ég er sem sagt með hitara í búrinu, myndi virka að skella honum og dælunni í einhvern svona plastdall meðan allt þornar ef við þurfum að fara út í það?
Takk aftur,
Doppla
Ef það dugir ekki til leggjumst við í meiri framkvæmdir, reyndar virðist ekki hafa lekið meira í nótt svo það er spurning hvað er að gerast...
En annað í sambandi við fiskana, ég gleymdi að minnast á að ég er sem sagt með hitara í búrinu, myndi virka að skella honum og dælunni í einhvern svona plastdall meðan allt þornar ef við þurfum að fara út í það?
Takk aftur,
Doppla
það ætti alveg að virka að nota plast kassa með dælu.
hef tekið eftir því hjá mér .
þegar loftdælan er búinn að ganga lengi þá safnast mikið vatn upp í lokið ,svo þegar ég opna lokið renur vatnið niður með glerinu að aftan.
og það virðist eins og það sé að leka undan búrinu.
hef tekið eftir því hjá mér .
þegar loftdælan er búinn að ganga lengi þá safnast mikið vatn upp í lokið ,svo þegar ég opna lokið renur vatnið niður með glerinu að aftan.
og það virðist eins og það sé að leka undan búrinu.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.