langaði aðeins að spyrja um humra.
hvað borða þeir (semsagt annað en grænmeti hverskonar matur er bestur fyrir þá lifandi eða eitthvað ?
hvað má ég vera með marga í 125 ltr búri ?
má ég hafa nokkrar tegundir saman?
hvaða búðir selja humra ?
á hversu löngu tímabili skipta þeir um ham ?
er alltílagi að vera með fiska með humrum í 125 ltr búri ef svo er hvernig fiskar væru hentugir.?
þarf að hita búrið fyrir humrana?
og hvernig sandur í botnin er bestur fyrir þá (grófur eða fínn)?
hversu oft þarf að gefa þeim að borða ?
og þegar þeir hrygna éta þeir þá afkvæmin eða er best að reyna að ná þeim og setja þau í sér búr eða hvað er best ogg hvað borða þau?
humra spurningar.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ertu að tala um crayfish eða lobster?
Annars til að svara því sem ég get.
Í 125L búri geturu alveg haft marga of einnig nokkrar tegundir en þú mátt búast við slagsmálum.
Flestar fiskabúðir selja þá. Ætti ekki að vera erfitt.
Því meira sem þú gefur honum að borða því meira stækkar hann. Ekki offóðra hann eins og með allt annað. Ég gef mínum einstaka sinnum gúrkur en oftast gef ég rækjur. Þetta eru samt í raun alætur og geta étið allt. Nokkrar rækjur á viku ættu að vera nóg.
Varðandi fiska. Margir segja eflaust jájá svo lengi sem þeir eru ekki hægir. En humrar geta verið mismunandi eins og aðrir. Um bardagafiska er sagt að þeir geta verið mjög aggresívir og ráðist á aðra fiska. Minn gerði aldrei neitt slíkt. Humarinn hinsvegar myrti alla fiskana í minu búri nema 1 og voru sumir þeirra 2x hans stærð.
Þarft ekki hitara. Þeir þola ca 5-30°C. Svo skiptir botninn ekki máli. Ég er með fínann sand svo hann getur grafið af vild.
Annars til að svara því sem ég get.
Í 125L búri geturu alveg haft marga of einnig nokkrar tegundir en þú mátt búast við slagsmálum.
Flestar fiskabúðir selja þá. Ætti ekki að vera erfitt.
Því meira sem þú gefur honum að borða því meira stækkar hann. Ekki offóðra hann eins og með allt annað. Ég gef mínum einstaka sinnum gúrkur en oftast gef ég rækjur. Þetta eru samt í raun alætur og geta étið allt. Nokkrar rækjur á viku ættu að vera nóg.
Varðandi fiska. Margir segja eflaust jájá svo lengi sem þeir eru ekki hægir. En humrar geta verið mismunandi eins og aðrir. Um bardagafiska er sagt að þeir geta verið mjög aggresívir og ráðist á aðra fiska. Minn gerði aldrei neitt slíkt. Humarinn hinsvegar myrti alla fiskana í minu búri nema 1 og voru sumir þeirra 2x hans stærð.
Þarft ekki hitara. Þeir þola ca 5-30°C. Svo skiptir botninn ekki máli. Ég er með fínann sand svo hann getur grafið af vild.