Aðstoð varðandi gullfiska

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Aðstoð varðandi gullfiska

Post by MIDAS »

Komið þið sæl.

Ég er búinn að vera með einn gullfisk í 28 lítra búir og bætti núna við einni ryksugu og öðrum gullfisk.

Mér hefur alltaf fundist skrítið að þegar fiskarnir eru að róast á kvöldin, þegar ég er búinn að slökkva ljósið, þá fljóta þeir alltaf upp á yfirborðið og hanga þar. Stundum þegar ég fylgist með þeim þá virðast þeir fljóta upp og ná ekki að halda sér stöðugum í búrinu.

Mín spurning til ykkar fiskafræðinganna er því: Er þetta eðlilegt ? Ætli það sé eitthvað að búrinu mínu ? Þarf ég að breyta einhverju?

Ég er s.s. með 28 lítra búr og með einhverja dælu sem virðist vera fín. Þá set ég matin ofan í vatnið, s.s. læt hann ekki fljóta ofaná. Svo að fiskarnir gleypa ekki loft.

Getur einhver aðstoðað mig ?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

hvernig eru vatnsskiptin hjá þér og hvað er hitastigið á vatninu hjá þér?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Slekkur þú líka á dælunni þegar þú slekkur ljósið ?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Það er oft talað um að láta matinn ekki sökkva :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Post by MIDAS »

Ég skipti um ca. 30-40% af vatninu einu sinni í viku. Ég slekk ekki á dælunni þegar ég slekk á ljósinu.

Varðandi matinn þá las ég einhversstaðar að það væri betra fyrir fiskana að borða matinn ofan í vatninu svo þeir gleypi ekki loft. Þá gæti maginn fyllst af lofti sem gæti orsakað þess að þeir fljóti svona upp. Þegar ég byrjaði á þessu með matinn þá fannst mér eldri fiskurinn verða skárri af þessari aðferð.

En hvað segið þið vatnsskiptin hjá mér og varðandi dæluna ?
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

mér finst þetta nú samt hljóma eins og súrefnisskortur í vatninu og það sem fiskurinn er að gera er að reina að fylla munnin af lofti til að þrýsta niður með tálknunum til að vinna úr því súrefni!!

hvernig lýtur vatnsyfirborðið út hjá þér ef þú slekkur á dæluni? ef það er eins og það sé fitubrák á yfirborðinu ættiru að hugsa um að færa dæluna allveg upp að yfirborði vatnsin eða jafnvel fá þér loftdælu.

en þú gætir líka prufað að gera 70-80% vatnsskipti og sjá hvort hegðunin breytist eitthvað!!!

en varðandi matin þá er ég að mestu hættur að gefa flögur gef bara fóður sem sekkur miðlungs hratt og svo fóður í tjarnir sem sekkur hratt
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Guðjón B wrote:Það er oft talað um að láta matinn ekki sökkva :)
jú ef maður er með gullfiska, þá á að gefa mat sem sekkur.

Það á að gefa mat sem flýtur fyrir fiska sem eru yfirborðsætur, t.d sverðdragarar og gubby.
Það á að gefa mat sem sekkur hægt fyrir t.d tetrur.
(þær halda sig í miðju búrinu og vilja borða matinn sinn þaðan)
Svo á að gefa mat sem sekkur hratt fyrir fiska sem borða neðarlega í búrinu, t.d afrískar síklður og cory.
En fiskar taka nú mat eiginlega allstaðar, þetta er enginn regla..
bara til að hafa í huga...
Gullfiskar mega ekki gleypa loft, og þessvegna verður maturinn að sökkva.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Post by MIDAS »

Takk fyrir upplýsingarnar.

Dælan er alveg upp við yfirborðið. Ég ætla að skoða hvernig yfirborðið lítur út þegar ég slekk á dælunni. En á ég að slökkva á dælunni yfir nótt á sama tíma og ljósið ?

Kannski kíki ég á loftdælur. Er það svona sem maður setur í botninn á búrunum og dælir lofti niður. hehe ég er kannski að spyrja fáranlegra spurninga en maður lærir ekki nema að spyrja ;)

kv.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei ekki slökkva á dælunni.
það er einmitt gott að hafa dæluna við yfirborðið, þá hreyfist yfirborðið og súrefni kemst niður. ef yfirborðið er ekki að hreyfast nóg væri gott að bæta við loftdælu eða sjá hvort dælan geti hreyft yfirborðið betur.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply