Snígla vandamál...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
JG
Posts: 62
Joined: 22 Jun 2010, 16:00
Location: Sauðárkrókur

Snígla vandamál...

Post by JG »

Hvernig losnar maður við snigla í búrum hjá ser.
Er með búr sem er mikið vandamál hjá mer, allt kröggt af sniglum.
Öll ráð þegin..
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Getur orðið þér út um s.k. Assassin snigla (clea helena) sem fjölga sér mun hægar og drepa og éta aðra snigla, eða fengið þér Trúðabótíur (cromobotia macracanthus) sem eru hressir og skemmtilegir fiskar sem éta snigla.
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Hvernig fiska ertu með í búrinu? Og hvað er það stórt...?
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
JG
Posts: 62
Joined: 22 Jun 2010, 16:00
Location: Sauðárkrókur

Post by JG »

Þetta er 60 lítrabúr, tók alla fiskana úr því og tók það ur sambandi.. Þeir eru óteljandi margir, Er ekki hægt að setja eitthvað efni utí það til að drepa þá????
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Salt drepur flesta snigla á 1-2 dögum. 500 gr í 60 lítra ætti að duga.
JG
Posts: 62
Joined: 22 Jun 2010, 16:00
Location: Sauðárkrókur

Post by JG »

Eg setti salt í það um daginn, enn ekkert gerðist!!! láta bara meira salt??? Enn þessar Botíur? Get eg ekki sett svoleiðis með Malawi fiskum?? eða hvað??
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Þú getur vel sett trúðana með malawi en ertu með malawi í 60l búri?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
JG
Posts: 62
Joined: 22 Jun 2010, 16:00
Location: Sauðárkrókur

Post by JG »

Nei eg er ekki með þá í 60 lítra búri, eg er með tetrur og sverðdragara í því nuna. Eg er með nokkur búr. 60 lítra burin eru got bur hjá mer...
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Botían er kannski ekki alveg hagkvæmasta leiðin til að losa sig við snigla, jújú hún étur þá en þú þarft 5+ stk til að þær hagi sér eðlilega og verða ekki fyrir aðkasti frá hinum fiskunum þannig að betra væri bara að reyna salta eða tína þá upp úr og vera duglegur að skemma eggin

En persónulega finnst mér mjög fínt að hafa snigla í búrinu, þrældugleg kvikindi í þrifnaðinum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply