Fiskabúr verðmismunur!!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Fiskabúr verðmismunur!!

Post by ungipungi »

ég hringdi í nokkrar verlslanir og spurði um 125 l búr á einum staðnum kostaði það 66 þús og á hinum kostaði það 56 en í Fiskó kostar það 44 þúsund. það var þarna Furðufuglar og fylgifiskar sem ég ætlaði að kaupa hjá ég var búinn að láta panta búrið fyrir mig og það stendur á heimasíðunni þeirra 36 þúsund og hann sagði að það kostaði það líka og svo fékk ég símtal áðan að búrið væri komið og það kostaði aðeins meira en stóð á síðunni eða 56 þúsund sem er mikið meira en ég bjóst við .
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þetta er ekkert aðeins meira, heldur miklu meira. Auglýst verð á að standa, ef þú færð ekki búrið á því verði sem það var auglýst þá mundi ég ekki kaupa það.
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

fiskabúr

Post by ungipungi »

já ég veit hann sahði líka við mig að þetta kostaði 36k
mér fannst það svoldið mikið en ég hugsaði bara fuck it kaupi það svo hringir hann og segir að það kosti 56 þúsund.
ég sagði bara neee veistu ég hugsa bara málið
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

tilviljun

Post by ungipungi »

er þetta tilviljun eða galli að ég joinaði þessa síðu nákvæmlega á ári á eftir þér
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hann er refur hann tjörvi (eigandi furðufugla og fylgifiska). Ég t.d. pantaði fisk í "Large" af tegundinni Datnoides Microlepis. Stærðin átti að vera 10cm.

Hann hefur svo ekki verið á lista hjá honum, en í staðinn pantaði hann fiskinn í "small" og ég fékk um 4-5cm ræfil. Og hann sagði, "hann var ekki til í large, svo ég tók inn fyrir þig í "small", svo er hann líka ódýrari".
Málið er að ég er með fiska upp í 35cm í búrinu mínu og hann yrði fljótt étinn.

Hann ætlaðist bara til þess að ég tæki hann heim með mér og borgi fyrir hann. Hann kannski vissi ekki að ég væri með stóra fiska í búrinu. En hann á auðvitað að taka inn það sem pantað er, og ef það er ekki á lista að taka það bara inn næst. Hefði ég viljaað "small" hefði ég pantað "small".
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég hef nú ekki þá reynslu af Tjörvari að hann sé einhver refur, hann reiknar nú yfirleitt verð á búrum og þesslags eftir innkaupaverði og er ekkert að keyra upp lagerinn sinn eftirá eins og margir.

Keypti t.d. af honum Juwel Rekord 600 í fyrra, og fékk búrið ódýrara en hjá birgja þar sem búrið hafði hækkað í heildsölu eftir að hann keypti það inn.

Hinsvegar grunar mig að hann kaupi Juwel búrin af manni sem er í beinni samkeppni við hann með sína eigin vefverslun. Þannig að sá hefur nú ærna ástæðu til að keyra upp verðin hjá samkeppnisaðilunum svo búðin hans sé nú örugglega með bestu verðin en samt góða framlegð.

Þannig að ef það er eitthvað við hann að sakast þá myndi ég telja að það væri að athuga ekki hvort hann ætti búrið á lager áður en hann gæfi þér upp verð. Nema þá hann hafi átt eitt sem hafi selst áður en þú keyptir?

Ég myndi nú bara kaupa búrið í Fiskó á 44þús, mér sýnist það vera ótrúlega gott verð fyrir glænýtt búr með loki, T5 ljósum, hitara og dælubúnaði. :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég hef bara góða reynslu af Tjörva :).

Hef pantað fullt af fiskum í gegnum hann og fengið held ég alltaf réttan fisk og rétt verð. Einnig hef ég pantað fiskamat og þessháttar fyrir stóru fiskana mína og nánast allt hefur staðist. Og ef eitthvað hefur ekki staðist þá hefur hann verið mjög liðlegur og reddað því á stundinni :).

Hef bara gott um hann að segja :)
200L Green terror búr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ef ég man rétt er 200 lítra búr með skáp og loki með ljósi á kringum 60þ í dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég vil svo sem ekki blanda mér mikið í þessa umræðu en ég hef alloft heyrt af verslunum sem auglýsa vöru á ákveðnu verði en villja svo hækka þegar kaup eiga sér stað og bera fyrir sig gengisbreytingum. Sú afsökun á þó ekki við lengur enda gengi verið stöðugt að undanförnu og reyndar hefur krónan styrkts.

Það að plata fólk með því að auglýsa lágt verð og reyna síðan að hækka þegar að kaupum kemur er að mínu mati frekar lágkúrulegt.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Finnst samt spes að hvergi á heimasíðunni hans Tjörva er búr sem kostar annaðhvort 36 þús eða 56 þús :S. Sé ekki hvar þú hefur fengið t.d 36 þús kr verðið. Hann uppfærir verð alltaf mjög fljótt, þannig að ef hann hefur sagt 56 þús við þig þá hefði verið búið að breyta því á síðunni er ég nokkuð viss um.
200L Green terror búr
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Ég get ekki annað en hrósað versluninni hjá Tjörva, hann er með fín verð og alltaf klár að taka pöntun. En ég hef lent í því að verðið hækkaði þegar ég sótti og það var þegar krónan var einmitt á flakki.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

fiskabúr

Post by ungipungi »

User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: fiskabúr

Post by Sirius Black »

ungipungi wrote:http://www.tjorvar.is/html/fiskabur.html
hérna er þetta
Já ok :S, ég hef alltaf farið bara inn í vefverslunina og þar hefur allt staðist

http://verslun.tjorvar.is/index.php?cPath=24_59_60_127

Ekki nærrum því sömu verð og í þessu sem þú ert með og þarna er þetta 125L búr á tæplega 53 þús. Örugglega slatta gamall listi sem þú varst með, finn hann ekki á síðunni einu sinni :S, ef ég leita sjálf :). Allavega eru búrin þarna á gömlum verðum, 400L búr kostar t.d alls ekki 128 þús með skáp í dag og hefur ekki gert lengi.
200L Green terror búr
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

fiskabúr

Post by ungipungi »

já ég fékk þetta upp og það sem mér finnst skrítið er að hann sagði að þetta myndi kosta 36 þúsund líka, hvernig getur hann misreiknað 20.000 króna mismun
ungipungi
Posts: 49
Joined: 20 May 2008, 14:22
Location: Reykjavík

Post by ungipungi »

hann hlýtur að sjá þetta allt hvað þetta kostar
Post Reply