Mig vantar orðið örfáa Eheim íhluti fyrir 2224 dæluna mína. Ein spennan brotin og svona, kemur ekki að sök í bili þannig að ég er að spá í að leyfa Dýrastaríkinu að eiga sína hluti.
Þyrfti líka að endurnýja þéttinguna; sem lak um daginn en lagaðist með smá hreinsun og vaselíni, og kaupa mér þessa pirrandi Eheim filterull.
Var búinn að gúgglast eitthvað eftir þessu en fann bara einhverjar ljótar breskar vefverslanir, sem virtust þar að auki ekki vilja senda utan heimsveldisins.
Einhver með góða reynslu af síðu sem selur þetta og kannski eitthvað fleira sniðugt sem maður getur fengið sér í pöntun? (leiðinlegt að panta bara örlítið af drasli í einu)
Eheim íhlutir
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli