Ég festi kaup á þessa fínu dælu að svo virðist, þar sem maður var kominn með 5 gullfiska í aðeins 120l búri þá var ég ekki viss um að filterdælan væri að gera sig .
Við fyrstu sýn þá virðist þetta vera vönduð vara , dælan virðist vera sterkbyggð á alla kannta . Dælan er þrískipt , og virðist sem neðsta hólfið eigi að vera tómt en fyrir ofan það fitta í tvær sterkbyggðar "körfur" til að setja í anti-ammonia sand (Substrat?) og grófan/fínan svamp ofaná varla heyrist í henni. Hún hefur tvo krana efst til að auðvelda manni þrif á svömpum og öðru .
Sýnt er á leiðbeiningum hvernig eigi að festa grænu slöngurnar rækilega á kranana sem eru efst á dælunni , en þá vöknuðu efasemdir frágangur slöngunnar við pípur sem liggja ofaní búrið virðist vera eitthvað dubious, við kranana er slöngunni troðið á kranana og ró hert að , en á hinum endanum þar sem slangan mætir pípunum sem stingast í búrið , þá virðist sem slöngunni sé rétt torðið yfir pípurnar , engar rær eða neitt til að halda þeim pikk föstum.
Þá grunaði manni að eitthvað væri ekki rétt gert við uppsetningu dælunnar og þá vill maður sjá eitthvað meira um þetta á heimasíðu framleiðanda , því slæ ég inn á google "Am-Top" og ekkert kemur upp ?! Ekki fyrr en ég slæ inn nafnið meadow pet sem virðist vera framleiðandinn ( http://www.meadow-pet.com/PA03-Filter.htm ).
kanski er það bara ég en þetta virkar eitthvað dubious, eitthvað ekki traustvekjandi við vöruna . Þó græjan virki solid á alla kannta fyrir utan fylgibúnað , er hægt að búast við yfir heild endingu á þessari græju ? Einhverjir aukapartar til fyrir dæluna ? betri filterar ? eða er þetta allt standard frá einhverju óþekktu fyrirtæki í kína ?
Bara taka það fram að ég er bara noob hérna í fiskunum, maður fær alltaf einhverja bakþanka eftir að hafa keypt dýra græju, annars virkar dælan solid , og nánast hljóðlaus. Held að hún sé alveg að skila sínu.
600L/klst
