AM-Top tunnudælur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

AM-Top tunnudælur

Post by jonsighvatsson »

sælir

Ég festi kaup á þessa fínu dælu að svo virðist, þar sem maður var kominn með 5 gullfiska í aðeins 120l búri þá var ég ekki viss um að filterdælan væri að gera sig .

Við fyrstu sýn þá virðist þetta vera vönduð vara , dælan virðist vera sterkbyggð á alla kannta . Dælan er þrískipt , og virðist sem neðsta hólfið eigi að vera tómt en fyrir ofan það fitta í tvær sterkbyggðar "körfur" til að setja í anti-ammonia sand (Substrat?) og grófan/fínan svamp ofaná varla heyrist í henni. Hún hefur tvo krana efst til að auðvelda manni þrif á svömpum og öðru .

Sýnt er á leiðbeiningum hvernig eigi að festa grænu slöngurnar rækilega á kranana sem eru efst á dælunni , en þá vöknuðu efasemdir frágangur slöngunnar við pípur sem liggja ofaní búrið virðist vera eitthvað dubious, við kranana er slöngunni troðið á kranana og ró hert að , en á hinum endanum þar sem slangan mætir pípunum sem stingast í búrið , þá virðist sem slöngunni sé rétt torðið yfir pípurnar , engar rær eða neitt til að halda þeim pikk föstum.

Þá grunaði manni að eitthvað væri ekki rétt gert við uppsetningu dælunnar og þá vill maður sjá eitthvað meira um þetta á heimasíðu framleiðanda , því slæ ég inn á google "Am-Top" og ekkert kemur upp ?! Ekki fyrr en ég slæ inn nafnið meadow pet sem virðist vera framleiðandinn ( http://www.meadow-pet.com/PA03-Filter.htm ).

kanski er það bara ég en þetta virkar eitthvað dubious, eitthvað ekki traustvekjandi við vöruna . Þó græjan virki solid á alla kannta fyrir utan fylgibúnað , er hægt að búast við yfir heild endingu á þessari græju ? Einhverjir aukapartar til fyrir dæluna ? betri filterar ? eða er þetta allt standard frá einhverju óþekktu fyrirtæki í kína ?

Bara taka það fram að ég er bara noob hérna í fiskunum, maður fær alltaf einhverja bakþanka eftir að hafa keypt dýra græju, annars virkar dælan solid , og nánast hljóðlaus. Held að hún sé alveg að skila sínu.

600L/klst
Image
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

ég var sjálfur að festa mér á eina svona am top dælu að vísu fyrir stærra búr.
ég er mjög ánægður með hana, hef alltaf verið mikill eheim maður en sé ekki eftir að hafa keypt þessa enda bara heyrt góða hluti sem dæmi þá hefur Dýragarðurinn selt Am-Top,Eheim og Tetratec í nokkur ár og þeir hafa aldrei fengið neinar bilanir í Am-Top dælunum sem teljast bilanir.

Varðandi filter efni þá geturu sett mediu í frá hvaða fyrirtæki sem er.
Varðandi ull og grófa svampinn þá sker ég þá frekar út sjálfur enda mikið ódýrara.
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

já maður er taugó, er að fara útá land , hef áhyggjur af að einhver slangan fari í sundur eða dælan fyllist af lofti.

Eins og ég sagði þá er slöngunum troðið uppá pípurnar sem beygjast inní búrið , það veldur manni áhyggjum . Þó slöngurnar séu vel festar við sjálfa dæluna. Ef sogslangan mundi losna frá rörinu þá væru 120L af vatni útum allt þegar ég kæmi til baka :( Svo er maður allur í dótinu sem á að endast í mörg ár
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hosurklemmur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

Hugsa að maður geri það , en þetta er undarlegt hvað frágangurinn er góður við dæluna , en síðan eins og hitt skipti ekki máli,, ss slangan/pípan sem ég er alltaf að grenja yfir :-)
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

þetta er svona hjá öllum tunnudælu framleiðendum eftir minni bestu vitund og hefur ekki losnað ennþá
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

það var einhver að kvarta undan loftveseni með amtop , þarf maður að hrista þær reglulega til að losa um loftbólur eða láta hana eiga sig ?
Post Reply