Puls-erar
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Puls-erar
Sæl, nú er ég ekki nógu klár í fiskum, en ég hef einn sem getur hjálpað mér, en fyrir utan það langar mig að spyrja nokkra spurninga um pulser fiska sem ég er með. Ég er ss. með kall og kellingu og kellingin virðist vera að springa. En í búrinu er lítill skalli, 2 bala hákarlar, 6-8 litlar svartneon, 3 munkhausar*, 4 gler fiskar, 3 sítrónutetrur, 2 dverggúrarmar (í kringum 2-3 cm) og 2 gúramar (ekki stórir) er mér óhætt að setja upp helli fyrir þau og myndu seiðin lifa í þessum hóp ef ég er með nóg til að fela sig í eða er betra að flytja þau yfir í annað búr?