Dýraríkisferð.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Dýraríkisferð.

Post by Gremlin »

Ég fór í Dýraríkið í dag til að ná mér í filtersvamp fyrir fjölskyldumeðlim og hérna eins og alltaf þá byrjaði ég að skoða fiskabúrin og úrval fiska hjá þeim og allaveganna þá er ég að skoða og sé Clown Knife og rak augun í verðið sem var 4980 ef ég man rétt og datt þá út úr mér ( Djöfulsins okur er þetta ) og þá stóð einmitt afgreiðslu maður fyrir aftan mig og spyr hvað áttu við og svara um hæl að ég hafi séð Clown Knife á lægra verði eða í kringum 2.000 krónur í bænum og þá vildi hann meina að þeir settu alla sína fiska í sóttkví eða einangrun og svara jájá en það gera aðrir líka eins og Fiskó,Dýragarðurinn, Tjörvi og allir hinir þá hérna var mér sagt að ég vissi ekki hvað ég væri að tala um því allir þessir eins og Fiskó,tjörvi og Dýragarðurinn slepptu því og settu nýjar fiskasendingar beint í sölubúrin og þess vegna væru fiskar ódýrari í bænum og lélegri gæði þar að fá og ég byrjaði að þræta við þennan sölumann og annan til sem var komin þarna og mér var sagt að ég vissi ekki hvað væri að tala um og hefði ekkert fyrir mér í þessu. Hefur einhvr lent í svipiðu dauðans rugli þarna uppfrá. :evil:
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Ertu alveg viss um að þú hafir haft rétt fyrir þér ? :oops:
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

Tjörvi reinir nú samt bara afhenda fiskanna umm leið og þeir koma...... þannig að þú sjálfur þarft að setja fiskanna í sóttkví, það hefur svo sem alveg hentað mér ágætlega af því að ég hef alltaf tekið fiska sem ég ætlaði að hafa eina í búri
Rena Biocube 50: tómt eins og er
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég efast um að nokkur dýrabúð setji fiska í sóttkví nema þá Dýraríkið. T.d þegar ný sending kemur í Dýragarðinn þá er hún strax komin í sölubúrin. Tjörvi afhendir nú bara fiska í flugpokunum sínum (sem sé nýkomnir úr flugi). Og fiskó gerir þetta örugglega svipað og Dýragarðurinn.

Þannig að Dýraríkismenn hafa örugglega rétt fyrir sér :).
200L Green terror búr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ég held það sé alveg rétt hjá þeim þarna, þú vissir ekki hvað þú varst að tala um :-)

fyrir utan það þá finnst mér persónulega 5000kr fyrir clown knife ekkert svakalegt, ég keypti minn á 2000kr fyrir 3 árum, gengið hefur aðeins breyst síðan þá.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Ég hefði nú haldið að óþarfi væri að setja nokkurn fisk í sóttkví nema þá einna helst fiska sem fara í tjarnir! þar sem sottkví er einungis til að hefta útbreiðslu sjúkdóma.
en ef Dýraríkið vil setja þá fiska sem þeir flytja inn í sóttkví til að vernda þá fiska sem fyrir eru í búrunum hjá þeim er það þeirra mál og við eigum ekki að þurfa að greiða fyrir það.
hitt er svo annað mál að yfirbyggingin er gríðalega mikil utanum Dýraríkið og greinilega vel að öllu staðið hjá þeim varðandi aðbúnað og umhirðu og bara það sem ég hef séð af dælu og hreinsibúnaði fyrir fiskabúrinn hefur öruglega kostað sitt og það er það sem við erum að borga fyrir þegar við kaupum eitthvað þarna.
svo er það hitt að ef menn eru óánægðir með verðin eitthverstaðar er þá ekki málið bara að beina viðskiptum sínum annað.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta er alveg rétt hjá þeim þarna, flestar ef ekki allar búðir sleppa því að setja fiska í sóttkví, ég veit nú ekki hvort að dýraríkið gerir það eða ekki þótt þeir segjist gera það, mér finnst frekar hæpið að vera með kannski 250-1000 fiska í sóttkví. Og spurðuru ekki hversu lengi þeir væru í sóttkví?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Post by Emilsson »

ég hef nù bara fengið gòða þjónustu þarna hjà þeim ì dýrarìkinu òlìkt mörgum öðrum verslunum er mælt með ýmsu en þad er ekki verið að reyna að troða þvì uppà mann eins og ég hef lennt ì öðrum verslunum
84l. Rena
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Ég spurði strákana sem vinna í Dýraríkinu um þessa sóttkví og sögðu þeir að fiskarnir fari í 4 vikna sóttkví og lyfjabað.
Ef svo er, þá tekur Dýraríkið á sig afföllinn sem væntanlega eru einhver og selja þá dýrara þegar þetta fer í sölu.
Ég hef velt því fyrir mér hvort sé skynsamlegra, að kaupa fiska afhenta í pokum beint úr flugi og þá ódýrara og taka á sig afföllinn sjálfur eða fiska sem farið hafa í sóttkví og lyfjabað og borga þá eitthvað meira fyrir þá?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Þetta eru ekki eldflauga vísindi.
Ef þú vilt borga Normalt verð fyrir fiska og almennar gæludýra vörur þá fer maður ekki í Dýrarikið.
Ekki setja þeir nú dælurnar og filter efnin í sóttkví líka??
Allavega mætti halda það miðað við verðið á öllu þessu þarna.

Svo sambandi við búrin.
Það er ekki nóg að hafa fult af búrum með rosa flottum búnaði og svo er ekki hægt að setja neitt í þaug vegna sníkju dýra (gler anemonia)

Fersku búrin líta reindar mjög vel út hjá þeim.
En það að setja eithvað í sóttkví og rukka 100% meira fyrir fiskin en annar staðar er nátturlega út úr kú!
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég hérna ætla ekki halda neinu fram með það að ég hafi rétt fyrir mér með þetta að gera en það getur bara vel verið að hlutirnir séu nákvæmlega svona eins og þið segjið en mér fannst þeir bara svara manni hálf dónalega og með leiðindar tón. Ég var auðvitað ekkert að versla annað en filtersvamp í dælu og skoðaði rekkana í leiðinni og mér fannst bara verð á sumum fiskum virkilega dýrt miðað við í öðrum búðum þar sem ég hef verið annað var það ekki.
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Það á að setja skrautfiska í sóttkví áður en þeir eru seldir, þó ég skilji nú ekki alveg ástæðuna fyrir því... Ég var að vinna í Dýralandi í mörg ár og þar fara allir fiskar í þriggja-fjögurra vikna sóttkví. Allir. Mér var a.m.k. sagt að það væri í reglum um innflutning og sölu á skrautfiskum og efast um að Valdi myndi eyða tíma og peningum í sóttkví ef þess væri ekki krafist.

Núna er ég að vinna í Dýraríkinu á Akureyri og verð að viðurkenna að ég hneykslast stundum á verðinu á ýmsum vörum en fiskarnir eru nú ekki alltaf svo dýrir og verðið hækkar og lækkar eftir genginu og afföllum í sóttkvínni.
Post Reply