Stækkun í búnaði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Stækkun í búnaði

Post by Snædal »

Sælir,

ég þarf smá hjálp eða alla vega álit. Hef alltaf verið í minni búrum hingað til en á núna eitt stykki rekka með 3x150L. Eina sem ég þarf að gera er að hugsa um dælu- og ljósabúnað þannig að hjálpin er tvíþætt.

Ljósabúnaður. Hver er eiginlega munurinn á T5 og T8. Ég get sett þetta allt saman ekkert mál, þarf aðeins að vita af hverju fólk virðist vera svona æst í að skipta yfir í T5.

Dælubúnaður. Ég á eitt stykki laust 60L búr og hugmyndin er að nýta það í sump. Gúglunin gengur eitthvað treglega því ég finn aðeins eitthvað um saltvantssumpa. Held að þetta sé nú ekki mikið mál að fatta þetta en það væri fínt að fá heildarmynd hvernig þetta virkar án síflæðis. Er svo nauðsynlegt að bora í glerið?

Hvernig dælu ætti ég svo að fá mér. Er Rena XP3 (eða sambærilegt) meira en nóg eða ætti ég að fá mér stóra bróður?

Fyrirfram þakkir...
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Enginn sem getur hjálpað mér með hversu stóra dælu ég þarf eða hvernig best er að gera sump? Veit alveg að ég þarf að hólfa búr og hafa mismunandi hluti á hverjum stað en hvernig á ég að koma þessu í búrin? Verð ég að bora gat á þau?
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

Sæll ég er með rekka sjálfur sem ég er að setja upp þegar ég fæ stóran pakka frá þýskalandi.

Öll búrin mín eru boruð til að hafa yfirfall á þeim sem er algjör snilld. Mæli með að bora búrin og hafa yfirföll, hafa svo bara stóra dælu til að dæla vatninu uppí búrin aftur frá sumpnum
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Var að granskoða þráðinn hjá þér. Vatnið fer þá ekki hærra en götin þá?

Dælan þín er svo fyrir hvað, uppí 600l búr?

Vantar þig pípilagnirnar frá Þýskalandi til þess að klára og þá allt ready?
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

í götin koma pípur sem fara upp í 90 gráður þannig að vatnsyfirborðið verður í raun fyrir ofan götin en já það sem ég var að panta frá þýskalandi er loc line kerfi og pvc pípur þar sem það munar helling að kaupa þetta að utan eða hérna heima og meira úrval úti.

dælan sem ég er með er 2400l/h
Post Reply