ég er að gæla við þá hugmynd að smíða eitt búr ásamt gamla kallinum. Eitt sem ég tek eftir er að sömu spurningar skjótast upp mjög oft. T.d. er spurt mikið um gler bara á 1. bls.
Ég hef verið að renna í gegnum þræði til að kynna mér hitt og þetta og lært alveg fullt. Virðist vera mikið af iðnaðarmönnum og reyndum fiskabúrsgerðarmönnum að deila mikilvægum molum sem er bara gott mál.
Málið er bara að þessi flokkur hefur ekki eitt sem hinir flokkarnir hafa en það er alla vega einn góður límdur þráður. Jú eða marga. Þá þarf maður að sækjast bara í einn þráð til að læra og spurningar eins og verð (sem breytist með tíma) fara í sérþræði eins og er.
Þetta er auðvitað vinna og ég er bara að varpa þessu fram ef einhver er til í að skrifa svona. Því miður get ég ekki skrifað hana þar sem þekkingin mín og reynsla á þessu sviði er engin.
Ég, og eflaust aðrir líka, yrðu mjög þakklátir einni svona grein því það er mikil vinna sem sparast við að sía gegnum þræðina.
Leitarvél á svona síðu eru oft nefnilega ekki þær bestu
