bara svona upp á gamanið, hefur einhver reynslu af þessum fiskum?
ég er að vinna í að setja upp búr sem ég hafði hugsað mér að setja þessa fiska í.
green spotted puffer
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Gott að hafa felustaði og svo framvegis, og hafa slatta af sniglum fyrir hann að éta. Annars éta þeir flest kjötmeti sem þeim er gefið, en þeir eru frekar viðkvæmir fyrir lélegum vatnsgæðum.
Hér er hægt að finna bókstaflega allt um GSP.
http://www.thepufferforum.com/forum/lib ... d-puffers/
Hér er hægt að finna bókstaflega allt um GSP.
http://www.thepufferforum.com/forum/lib ... d-puffers/
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ég hef átt svona og þetta eru mjög skemmtilegir fiskar. Þeir eru fljótir að þekkja þig og eru alltaf "glaðir". Ekki skemmir krúttilegt útlit heldur fyrir. Það er pínu auka vinna að vera með þá því þeir endast venjulega ekki nema nokkra mánuði í fersku vatni, þeir þurfa helst að vera í hálfsöltu vatni til að dafna vel. Einnig getur mataræðið valdið sumum vandræðum þar sem þeir þurfa reglulega að fá mat með skel (t.d. snigla), og það borgar sig að gefa þeim eins fjölbreyttan mat og maður mögulega getur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net