Komið þið sæl,
Ég er með 2 gullfiska og eina ryksugu í 28 l búri. Þetta er skrautfiskur og rauðhetta.
Ég er búinn að eiga skrautgullfiskinn dáldið lengur en hinn. Rauðhettan er orðinn e-ð veikur. Hann hangir alltaf neðst í búrinu, undir dælunni eða inn í gróðrinum. Hann kemur upp til að borða en hreyfir sig annars mjög lítið.
Síðan tók ég eftir því í morgun að sporðurinn hans, sem er stór og flottur, er byrjaður að minnka og þynnast.
Ég gerði um 60% vatnaskipti og setti salt í búrið. Ég er með hreinsidælu og loftdælu.
hvað get ég gert? á ég að taka hann úr búrinu og setja hann í annað búr eða er hann bara að deyja?
Eldri fiskurinn er í góðum málum.
ef þið hafið einhver ráð þá væri það vel þegið.
kv,
gullfiskur veikur vantar aðstoð
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
skilst að gefa gullfiskum "salt" bað þá á bara að hafa hann einn og sér í einangruðu búri , því hann stressast mikið við þetta .
Kanski er hann orðin þunglyndur , því 2 gullfiskar vilja vera í stóru búri amk 80-120 lítrum. (fancy gullfiskar) . Normalarnir þurfa meira
Kanski hafa þetta verið slæm vatnsgæði . Gullfiskar eru subbur , en 60% skipti á vatni geta farið illa með bakteríu flóruna í búrinu.sem er mikill bandamaður í að brjóta niður hættuleg lífræn efni.
kíktu á þetta , þarna eru helsu sjúkdómarnir og hvernig á að bera kennsl á þá. Vonandi hressist fiskurinn
http://www.bristol-aquarists.org.uk/gol ... seases.htm
Kanski er hann orðin þunglyndur , því 2 gullfiskar vilja vera í stóru búri amk 80-120 lítrum. (fancy gullfiskar) . Normalarnir þurfa meira
Kanski hafa þetta verið slæm vatnsgæði . Gullfiskar eru subbur , en 60% skipti á vatni geta farið illa með bakteríu flóruna í búrinu.sem er mikill bandamaður í að brjóta niður hættuleg lífræn efni.
kíktu á þetta , þarna eru helsu sjúkdómarnir og hvernig á að bera kennsl á þá. Vonandi hressist fiskurinn
http://www.bristol-aquarists.org.uk/gol ... seases.htm
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
Kanski ekki svarið sem þú varst að leita eftir , en þetta er örugglega tengt því að búrið þitt er ALLTOF lítið . Alveg sama hvað ég fletti upp á netinu, allt bendir til þess . Þeir eru örugglega bara í örfáa daga að gera búrið eitrað af ammoniu og nitrate´i .
Sjálfur er ég með 1000L dælu fulla af bio-filterum , í 120 lítra búri . Þarf að fara stækka því gullfiskur þarf 4,5lítra fyrir hvern cm og ég er með 5 stk mjög litla sem betur fer
Sjálfur er ég með 1000L dælu fulla af bio-filterum , í 120 lítra búri . Þarf að fara stækka því gullfiskur þarf 4,5lítra fyrir hvern cm og ég er með 5 stk mjög litla sem betur fer
takk fyrir þetta
mér sýnist af þessari síðu sem þú sendir mér að þetta sé Swimbladder disorder. Mér finnst samt skrítið að hinn fiskurinn er í lagi, þessi eldri. Hann er kannski eitthvað sterkari í sér.
En af síðunni að dæma þá er lítið sem ég get gert þar sem þetta er svona fancy gullfiskur. Ég veit ekki hvað ég gert til að gera vatnið betra því ég hef alltaf skipt reglulega um vatn ca. 30-40%. ég prófaði að skipta síðast um meira vatn þar sem hann var orðinn veikur.
Hvernig geri ég vatnið betra? og skv. síðunni sem þú sendir mér þá á ég að gefa honum Daphnia, hvað er það? þarf ég þá ekki að setja hann í annað búr ef ég á að gefa honum eitthvað sérstakt svo hinn fiskurinn éti það ekki.
Mér finnst líka skrítið að þurfa að kaupa eitthvað risa búr til að hafa bara 2 fiska. Er það alveg nauðsynlegt ?
takk fyrir aðstoðina
mér sýnist af þessari síðu sem þú sendir mér að þetta sé Swimbladder disorder. Mér finnst samt skrítið að hinn fiskurinn er í lagi, þessi eldri. Hann er kannski eitthvað sterkari í sér.
En af síðunni að dæma þá er lítið sem ég get gert þar sem þetta er svona fancy gullfiskur. Ég veit ekki hvað ég gert til að gera vatnið betra því ég hef alltaf skipt reglulega um vatn ca. 30-40%. ég prófaði að skipta síðast um meira vatn þar sem hann var orðinn veikur.
Hvernig geri ég vatnið betra? og skv. síðunni sem þú sendir mér þá á ég að gefa honum Daphnia, hvað er það? þarf ég þá ekki að setja hann í annað búr ef ég á að gefa honum eitthvað sérstakt svo hinn fiskurinn éti það ekki.
Mér finnst líka skrítið að þurfa að kaupa eitthvað risa búr til að hafa bara 2 fiska. Er það alveg nauðsynlegt ?
takk fyrir aðstoðina
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
Þú ert að tala um rækjur, veit ekki hvort maður fái þær hérna á íslandi. En eftir að hafa flett og flett þá er minnsta 4.5lítrar per cm af fisk, sumir segja minimum 250 lítra fyrir gullfisk . Þeir þróa víst með sér allskonar kvilla með tímanum með að vera í litlu búri og óhreinu vatni .
jám , gullfiskar þurfa mikið pláss , þessvegna eru kúlubúr bönnuð í fjölmörgum löndum , samt eru þau kringum 10lítra
jám , gullfiskar þurfa mikið pláss , þessvegna eru kúlubúr bönnuð í fjölmörgum löndum , samt eru þau kringum 10lítra
Ég var fyrst með kúlubúr og þar dó einn skrautfiskur og þá skipti ég yfir í þetta 28l.
Enn það er einn fiskur sem hefur alltaf lifað þetta af og sómar sig ágætlega í þessu búri.
Þarf ég að skipta oftar um vatn í svona litlu búri eða þrífa það eitthvað að innan? Ég nota bara svona sugu til að skipta um vatn og hreinsa um leið steinana í botninum.
Ef þessi deyr sem er svona veikur þá held ég mig bara við þennan eina. Fæ mér þá bara stærra búr ef ég bæti við. En ég hélt bara að gullfiskar væru miklu seigari en aðrir fiskar og myndu lifa lengur.
Enn það er einn fiskur sem hefur alltaf lifað þetta af og sómar sig ágætlega í þessu búri.
Þarf ég að skipta oftar um vatn í svona litlu búri eða þrífa það eitthvað að innan? Ég nota bara svona sugu til að skipta um vatn og hreinsa um leið steinana í botninum.
Ef þessi deyr sem er svona veikur þá held ég mig bara við þennan eina. Fæ mér þá bara stærra búr ef ég bæti við. En ég hélt bara að gullfiskar væru miklu seigari en aðrir fiskar og myndu lifa lengur.
- jonsighvatsson
- Posts: 185
- Joined: 24 Jun 2010, 12:06
já þeir eru helvíti seigir , tjarnar gullfiskar geta lifað í polli þótt yfirborðið sé hélað eða frosið. Og þola hitasveiflur mun betur en aðrir fiskar, auk þess sem þeir geta lifað við hita frá 6-30+° (prussian carp)
En rétt eins og við þá eru þeir ekki ónæmir fyrir ammóníaki og þeir framleiða helling af því , kanski þeirra ókostur. Svo geta þeir orðið hrikalega stórir
En rétt eins og við þá eru þeir ekki ónæmir fyrir ammóníaki og þeir framleiða helling af því , kanski þeirra ókostur. Svo geta þeir orðið hrikalega stórir