Page 5 of 32

Posted: 15 Jan 2008, 00:17
by Andri Pogo
Ásta wrote:Þetta er flott hjá þér Andri.
Hvað étur Ropefish og lætur hann aðra fiska í friði?
þeir éta rækjur og annað kjötmeti sem ég gef og einn þeirra kemur yfirleitt upp að yfirborðinu á matartíma og étur úr hendinni :-)
þeir hafa látið alla aðra fiska í friði, fyrir utan þegar einn þeirra beit í gullfisk.

svona talandi um ropefish hafa þeir aldrei sloppið uppúr búrum hjá mér þó þeir séu miklir flóttasnillingar, en í fyrradag stökk einn uppúr meðfram dælurörunum akkurat þegar ég var að ganga framhjá búrinu og lenti nánast á tánum á mér :shock:

Posted: 15 Jan 2008, 06:58
by Gaby
jæja, sem betur fer varst þú þarna viðstaddur, annars mundi hann bara deyja þarna á gólfinu :?

Posted: 15 Jan 2008, 08:23
by Jakob
já heppinn þú :o

Posted: 16 Jan 2008, 23:03
by Andri Pogo
jæja ég kom heim með enn annan polypterus í kvöld, þriðji Palmas polli-inn minn :-)

Image

Posted: 16 Jan 2008, 23:05
by Ásta
Er þá ekki botninn orðinn ansi þéttsetinn?

Posted: 16 Jan 2008, 23:09
by Andri Pogo
neinei alls ekki, þeir eru ekki það aktívir heldur, að það verður seint vandamál :) en þeir eru núna 12 talsins sem ég á í Polypteridae fjölskyldunni.

Posted: 16 Jan 2008, 23:12
by Ásta
Þetta er náttúrulega ekkert smá búr hjá ykkur turtildúfunum.

Posted: 16 Jan 2008, 23:16
by keli
Hvar hefurðu verið að finna þessa polypterusa?

Posted: 16 Jan 2008, 23:25
by Andri Pogo
þessa síðustu úr heimahúsum en hina hef ég keypt í verslunum.

Posted: 17 Jan 2008, 21:53
by Andri Pogo
Nýjasti af þessum þremur Palmas polli er greinilegur kk og er bara farinn að sperra anal uggann.
Kynin þekkjast aðallega á þessum ugga en kerlu uggi er lítt merkilegur meðan karlugginn er margfalt stærri og breiðari.
Anal ugginn er nauðsynlegur í hrygningarferlinu.
Þegar par hefur 'parað sig' synda þau í hringi og nuddast í hvert öðru, karlinn sperrir anal uggann og myndar skál úr honum, þegar kerlan hryngir gríður karlinn hrognin með ugganum, frjóvgar þau og dreifir þeim síðan um búrið :)
Þó kallar sýni svona hegðun er samt til lítils að vonast eftir einhverju ævintýri því hrygningar fara örsjaldan fram í heimahúsum.
Ennfremur verða Polypterusar seint kynþroska eða flestir um 5-6 ára aldurinn. Senegalus og Palmas ef ég man rétt eru þó undantekningar og verða kynþroska fyrr eða 1-2.ára.

Hérna er önnur af palmas polli kerlunum tveimur, anal ugginn er aftasti ugginn undir henni, liggur aftan við haus Ropefish:
Image

Hérna er svo karlinn, sést hvað ugginn er töluvert stærri:
Image

Ugginn alræmdi sperrtur og tilbúinn að grípa hrognin:
Image

Image


einhver slagsmál hafa líklega fylgt þessu, en ein kellan er með blóð á framugganum og afturugginn lítur svona út:
Image

Flottur!
Image

Posted: 17 Jan 2008, 22:42
by Vargur
Greinilega tómt rugl að láta þig fá þennan fallega fisk. :)

Posted: 17 Jan 2008, 22:46
by Andri Pogo
neinei hann er að njóta sín í botn hérna :-)

Posted: 18 Jan 2008, 00:01
by Inga Þóran
haha :D

þetta er svo magnað :!:

Posted: 18 Jan 2008, 09:35
by Ásta
Þetta er frábært.

Posted: 21 Jan 2008, 10:46
by Andri Pogo
Mældi nokkra fiska í gær að gamni og nokkrir eru búnir að stækka, er aðallega að skrifa þetta svo ég gleymi því ekki :-)
Arowanan er komin í ~24cm
Minnsti Clown knife með hryggskekkjuna 23cm
Litli Ornatipinnis 16cm
Pangasius enn um 25cm en hefur verið að fá matarlystina allsvakalega aftur og er farinn að éta nánast allan matinn frá félögum sínum, ætti að fara að stækka aftur.
En svo man ég ekki meir...

Annars er Arowanan orðin ansi gæf og kemur alltaf á sama staðinn á matartíma og bíður eftir að ég rétti henni rækurnar, hún kýs það frekar en að fara á eftir þeim sjálf.
Tók smá video af því, gaman af þessu :)
http://www.youtube.com/watch?v=lzHqrC3hegA

Posted: 21 Jan 2008, 10:49
by Gaby
Úúúú geðveikt :D, :!:

Posted: 21 Jan 2008, 11:19
by Piranhinn
Nett.
Það er bara gaman þegar þetta er farið að éta úr höndunum á manni.
Emil óskar gerði það alltaf (reyndar hinn líka og Black Ghost knife :D)

Posted: 22 Jan 2008, 13:38
by Andri Pogo
Jæja tók smá syrpu með myndavélinni í gærkvöldi, með áherslu á Polypterusana.
Það er meira hvað maður getur endalaust tekið margar myndir af sama fisakbúrinu :o ég tók á annað hundruð myndir í gær og hérna eru "nokkrar" sérvaldar :P

Feitur Senegalus:
Image

Brosa svo :-)
Image

Polli x2
Image

Polli karlinn á kjellingaveiðum:
Image

Polli - Senegalus
Image

Hérna sést ágætlega hvað Senegalus er feitur miðað við höfuðstærð:
Image

Flækja:
Image

Fyrsti ugginn á annari Palmas Polli kerlunni er sérstakur:
Image

Polli karlinn e-ð að sýna sig, hann er komin í fína liti en kerlurnar enn frekar daufar. Hann þykist eiga búrið:
Image

Náði loksins nokkrum af Ornatipinnis, hann er að stækka ágætlega:
Image

Image

Image

Hryggskekkingshnífurinn sem er orðinn nánast þráðbeinn aftur:
Image

Óvelkomin gróður í búrinu:
Image

Skalinn:
Image

Lima og hákarlinn ógurlegi :mrgreen:
Image

Og að lokum ein lítil ancistra:
Image

Posted: 22 Jan 2008, 14:09
by Gaby
Geðveikar myndir, er bara ástfangin af senegalus :wub: og bara öllum fiskunum sem þú ert með Andri :D :wub:

Posted: 22 Jan 2008, 15:05
by Ásta
Aldeilis flottar myndir.

Ég myndi reyna að skrúbba þennan hroðalega þörung af öllu hörðu sem hann vex á og klippa svo meðfram blöðunum á þeim jurtum sem hann vex á.
Þú munt ekki losna við hann en getur haldið honum niðri með þessu móti.

Posted: 22 Jan 2008, 15:32
by Andri Pogo
já ég þarf að fara að gera það, ég hef ekki nennt að hugsa um þetta hingað til, sumar plöntur ná að vaxa hann af sér og þetta er aðallega á rótunum sem betur fer.

Posted: 22 Jan 2008, 18:18
by Vargur
Flott að vera með svona marga Poly, þá eru væntanlega alltaf einhverjir á ferðinni og búrið svo eins og snákapyttur á matartíma.

Posted: 22 Jan 2008, 18:57
by Andri Pogo
já þetta er allt annað eftir síðustu viðbætur. Eins og þú segir, maður sér alltaf einhverja á ferli og allir koma í einni kös í matartíma.

Posted: 27 Jan 2008, 22:07
by Andri Pogo
Image

ég þarf fljótlega að fá mér stærri reglustiku til að mæla þessa gæja :)

Posted: 27 Jan 2008, 23:24
by Brynja
hrikalega töff skrímsli sem þú ert með þarna!..

áttu myndband af pollonum þínum?

Posted: 27 Jan 2008, 23:30
by Andri Pogo

Posted: 29 Jan 2008, 11:45
by Andri Pogo
Ég fóðra alltaf 1.-2. sinnum á dag.
Ég hugsa nefnilega að á meðan fiskarnir verði ekki svangir þá minnkar hættan á að einhverjir verði étnir.

Ég gaf þeim ekkert að borða í gær og þetta eru þakkirnar:
Image

Image

Alveg magnað hvað hann getur opnað munninn mikið.
Þegar ég opnaði lokið og ætlaði að ná í hann hrækti hann hræinu útúr sér, sem betur fer, hélt þetta væri ansi fast í kjaftinum.

Image

annars veit ég ekkert hvað kom fyrir pleggann, einhver annar hefur sjálfsagt étið hann og Ornatipinnis ákveðið að naga afganginn :P

Posted: 29 Jan 2008, 12:56
by Ásta
Mér dauðbrá þegar ég sá efstu myndina, sýndist vera búið að éta hausinn af Ornatipinni.

Posted: 29 Jan 2008, 12:59
by keli
Ásta wrote:Mér dauðbrá þegar ég sá efstu myndina, sýndist vera búið að éta hausinn af Ornatipinni.
Hahaha já mér sýndist það fyrst líka :)

Posted: 29 Jan 2008, 13:04
by Andri Pogo
úff það hefði ekki verið vinsælt :x