
Þessi gaur er weird.
Ég var að dæla smá vatni úr 500 ltr. búrinu í gærkvöldi þegar ég sá að hann er orðinn alla vega þrefaldur að stærð. Annað hvort er hann mikið veikur eða hann hefur etið svamp. Ég ætla að reyna að veiða hann í dag og koma með á fundinn í kvöld. Mjög skrítið.
Ég átti skemmtilegt samtal við Bruna í gærkvöldi og held að Tropheus-arnir þjáist af bakteríusýkingu, þ.e. búrið er stútfullt af bakteríum.
Búrið var slímugt að innan og vond lykt og fiskarnir hrundu niður eins og jólasnjór á kaldri vetrarnóttu.
Veiddi þá upp, tæmdi búrið og þreif allt innvolsið vel og vandlega, fyllti svo búrið með "notuðu" vatni út 500 ltr. búrinu og skellti eftirlifandi fiskum í. Setti líka Metronidazole... eitthvað svoleiðis...í vatnið..
Í morgun var enginn dauður sem lofar góðu m.v. ástandið sem var og það sem meira er að þeir voru eldsprækir og byrjaðir að bögga hvern annan.
Svo sé ég til á næstu dögum hvernig fer með þetta.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.