Efsta búrið er um 300 lítrar og það fékk ég að gjöf frá Arnari, neðri búrin 2 eru um 230 lítar og þau setti ég saman sjálfur.
Búrunum er skipt niður þannig samtals eru þarna 11 búr hvert með yfirfalli.
Filterarnir eru frekar einfaldir og ódýrir. Þeir gera þó það að verkum að einhver flóra nær að myndast í mölinni í þeim en búrin eru öll berbotna til að auðvelda þrif.
Kókflöskurna eru eini filterinn á flestum minni búrunum. Í sumum búrum er möl til að auka flóruna og þetta virðist duga til að næg flóra myndist en ég er líka mjög duglegur við að skipta um vatn.
Í 1000 l búrinu er einn 5 cm convict sem hefur náð að lifa með skrímslunum,
þessi fiskur er perla hybrid eða hvað algert gull að mínu mati þetta er málið með mikið af þessum könum maður er kanski með ljótan fisk í mörg ár enn síða er maður verðlaunaður og allt þess viði stórir já flottari enn grót og plöntur já að mínu mati
Meira en þrír mánuðir síðan við fáum myndir og update.
Á ekki að henda upp myndum á næstunni?
Ég verð að fara að kíkja í heimsókn að sjá þetta hjá þér.
þetta eru aðeins eldri myndir, guðmundur kom nokkrum dögum fyrr og tók nokkrar myndir.
Herðu við héldum að hybridinn hefði étið stein, hann var með ágæta bumbu greyið sem virtist ekki þægileg. Svo í dag tókum við eftir því að hann hafði ælt þessu sem hann át, þá var það lítið pvc hné-rör
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Opið hús í hobby herberginu á morgun laugardag 12-15
Hægt að kaupa fiska og fiskavörur.
Flestar fiskanauðsynjar til.
Fullt af fiskum á fínu verði.
Allir velkomnir og allir fá glaðning.
Ef þú finnur ekki húsið, hringdu í 699-0383.
Planið er að hafa opið alla laugardaga í vetur.
Þeir sem ekki komast á laugardögum endilega hafið samband í ep.
Einn gesturinn rak augun í eitthvert kvikindi sem synti um eitt búrið og spurði hvað væri.
Ég ætlaði ekki að trúa því að þarna væri eitthvað lifandi en eftir nánari athugun kom í ljós syndandi furðuverk um 1.5 cm á langt.
Ég hringdi í Guðmund fróða og eftir lýsingu á kvikindinu sagði hann að líklega væri um lirfu af Damsel flugu að ræða.
Lirfurnar lifa í vatni og éta seiði og smákvikindi.