ca. 600ltr. búr í smíðum

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

kemst bara ekki að til að festa pappír eða filmu aftan á, hef bara ca. 10-12cm pláss á milli búrsins og veggsins. Held að þetta ætti að koma ágætlega út með mattri svartri málningu og fínni svamprúllu. Svo verður svarti flöturinn líka á bak við græna plast-netið og mosann þannig að þetta mun ekki sjást neitt greinilega, betra held ég en að hvíti veggurinn á bak við skíni í gegn.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Sven wrote:frá gólfi og upp að brún er rétt rúmlega 150cm. Búrið sjálft er svo 57cm á hæð.

Ég stefni á að hafa ca. 100-150 svartneon tetrur í búrinu og svo eitthvað með þeim, e.t.v. nokkrar fiðrildasíkliður og oto eða aðrar þörugaætur.
600 L gróðurbúr er ideal fyrir Regnbogafiska :P
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Post by Einval »

laglegt hja þer.....
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hvernig er sprettan búrinu hjá þér ?
gaman ef þú gætir smellt af mynd til að fá samanburð reglulega á vexti gras og trjáa
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er farinn að sprett svolítið mosinn hjá mér, en það er samt mjög langt í land með að hann sé farinn að þekja bakið eitthvað. Annars er sprettan í búrinu ekki mikil, enda allt mjög hægvaxta í því. En fín hugmynd, ég skal reyna að pósta mundum ca. mánaðarlega.

Er alltaf í sömu vandræðunum við að taka myndir af búrinu, ljósið er að gera mér þetta erfitt. Held ég verði að fá einhverja massa lýsingu fyrir aftan myndavélina til að ná þessu almennilega.

Er ekki búinn að ákveða hvernig ég ætla að hafa svæðið hægra megin við allar ræturnar, verð að fara að hugsa það. Er jafnvel að pæla að hafa Echinodorus tenellus breiðu á því svæði.

Image
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Spennandi að sjá hvernig bakgrunnurinn tekur við sér.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
dizcus
Posts: 9
Joined: 03 Feb 2010, 18:41

Post by dizcus »

jæja fáum við að sjá búrið þitt?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

:) já, reyndi að taka myndir um daginn en það gengur ferlega illa út af því hvernig ljósið er. En ég ætla að mála bakið á búrinu og svo lofa ég að setja inn myndir.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gætiru bara ekki sett eitthvað fyrir þar sem ljósið skín,
t.d pappaspjald eða svartan ruslapoka, á meðan þú tekur myndina?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

jú, það mundi örugglega bjarga þessu, athuga það, takk fyrir ráðin Elma.
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Re: ca. 600ltr. búr í smíðum

Post by Nielsen »

Veit ég er að vekja gamlan draug ;)
En MYNDIR ;) ;) ;)
Stefán F. B. Nielsen
Selfossi
vikar m
Posts: 124
Joined: 10 May 2010, 22:02
Location: akureyri
Contact:

Re: ca. 600ltr. búr í smíðum

Post by vikar m »

samála seinasta ræðu manni :góður: :góður:
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/

:hákarl: :sybbinn:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: ca. 600ltr. búr í smíðum

Post by Squinchy »

Þetta er það flott verkefni að það á nú skilið að vera á fyrstu síðu :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply