*Ingu búr*

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

inga var að stökkva út þannig ég skelli þessu bara inn.
hún keypti sér ~8cm villta Copadichromis Borleyi 'red fin'.
3stk, 1kk & 2kvk

þar sem þeir eru enn að fela sig aftast í búrinu smellti ég nokkrum myndum af búrinu í leiðinni :)

Image

gullpleggi, ancistur kk+kvk:
Image

stór kvk ancistra & SAE:
Image

whiptail:
Image

SAE & gróður:
Image

og nýju felufiskarnir, kk fyrir ofan:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

geggjaður gullplegginn!! *Envy* en já verður endilega að skella inn betri myndum af þeim þegar þeir fara að sýna sig... annars er búrið alltaf jafnflott hjá þér Inga :-)
What did God say after creating man?
I can do so much better
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Hanna wrote:geggjaður gullplegginn!! *Envy* en já verður endilega að skella inn betri myndum af þeim þegar þeir fara að sýna sig... annars er búrið alltaf jafnflott hjá þér Inga :-)
æi takk fyrir það Hanna :D

nýju fiskarnir eru ÆÐI! og gróðurinn er ennþá að vaxa eins og hann fái borgað fyrir það hehehe :wink:
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

hehe þú lætur mann kannski vita ef þú ferð eitthvað að grisja hjá þér :P
What did God say after creating man?
I can do so much better
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ekki mikið að frétta úr búrinu mínu..nýju fiskarnir eru enn í feluleik...eru reyndar aaaaðeins farnir að sjást..en aldrei fremst í búrinu :roll:
þeir eru samt svooo flottir...en leiðinlegt að sjá þá aldrei :x

ég er svo skotin í stóru kvk ancistrunni minni :wub: hún er æði! og gaman að sjá þegar hún er að hreinsa kúluskítinn,hún færir hann alltaf til :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Borley eru alltaf flottir, Hvað varð um hinn diskusinn? sé hann ekki á myndunum :) :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Inga góða gaf hinn diskusinn á gott heimili
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

:engill:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nú hafa Borleyiarnir verið í búrinu í rúmar 3 vikur og halda sig í skjóli þegar kveikt er Ingu til mikillar mæðu :P
Skiljanlegt svosem, enda ekkert gaman að eiga fiska sem maður sér ekki.
Þeir eru hins vegar farnir að vera nokkuð góðir með sig þegar ljósið í búrinu er slökkt og ég sá hrygningar hjá þeim í morgun.
Mjög fyndið að fylgjast með þessu hjá þeim, þau dansa og hrista sig hring eftir hring yfir einum kúluskítnum og kerlan grípur hrognin jafnóðum.

Nokkrar myndir, þó allar nema efsta teknar með ljósin þeirra slökkt og ekki svo góðar:

Image

Image

Image

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

hva voðalega eru fiskarnir hjá þér að hrigna það er bara nánast hrigning í hverri viku þeim hlítur að líða voða vel hjá ykkur. :)
borley flottir.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er bara svo kynþokkafullur að fiskarnir ráða ekki við sig þegar þeir sjá mig
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Gott svar. :lol:
ég vildi að ég væri með svona mikin kynþokka :cry:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Andri Pogo wrote:ég er bara svo kynþokkafullur að fiskarnir ráða ekki við sig þegar þeir sjá mig
Lyktar þú ekki bara af fiskahormónum. :D
Annars eru þetta greinilega gullfalleg eintök og það sést að karlinn er einstaklega vel heppnað eintak.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Vargur wrote:

Annars eru þetta greinilega gullfalleg eintök og það sést að karlinn er einstaklega vel heppnað eintak.
já þeir eru gullfallegir :) ég keypti þá bara útaf karlinum! varð alveg heilluð af honum...
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

hvað er kellan vanalega með hrognin lengi uppí sér? eru það ekki tvær-þrjár vikur?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

20-28 daga
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

í gærkvöldi þá bætti ég við 5 litlum frontosum í búrið mitt... :wub:
þær eru æðislegar :) og loksins sjást fiskar vera að synda í búrinu mínu...borley-arnir eru enn feimnir..en eru mikið hressari eftir að fronturnar komu...þeir eru allavega að synda fremst núna með ljósið kveikt.
ég gaf frosnar rækjur áðan og það vakti þvílíka lukku hjá borley-unum og frontunum.

Ein frontan er þó spes-það er eins og hún sé "short body" og er kúlulegri en hinar..hún átti að fara í fóður en ég tímdi því ekki..vil sjá hvernig hún stækkar..
þetta er s.s frontan sem er "spes" léleg mynd en þið sjáið það kannski...
Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Til hamingju með þetta Inga mín... hlakka til að sjá myndir.

sæt svona spes lítil kúla. :)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

takk skvís :) já mér finnst hún voða krúttleg :wink:

set inn myndir í kvöld :)
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Inga Þóran wrote: gaman að sjá þegar hún er að hreinsa kúluskítinn,hún færir hann alltaf til :D
Étur hún kúluskítinn sjálfan? Ég spyr þar sem Kúluskítur er nefninlega ekki hefðbundin planta heldur þörungur.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Hrafnkell wrote:
Inga Þóran wrote: gaman að sjá þegar hún er að hreinsa kúluskítinn,hún færir hann alltaf til :D
Étur hún kúluskítinn sjálfan? Ég spyr þar sem Kúluskítur er nefninlega ekki hefðbundin planta heldur þörungur.
sko ég er ekki viss..hún er mjög oft að þrífa hann allavega..og það er eins og það hafi verið tekið smá úr kúlunni á einum stað..en hún er örugglega bara að snyrta kúluna en ekki að borða hana. :D
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

jæja hérna koma doldið margar myndir :)


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fyndinn þessi stutti, hann er hálfgerður shortari :lol:
Glæsilegt búr.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

meira krúttið þessi litli kúlurass. :)

Gaman að sjá líf í búrinu hjá þér Inga.
Vonandi hressast hinir fílupúkarnir við þessa viðbót. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvernig fáið þið kúluskítinn til að tolla niðri?
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Gull fallegir hjá þér, bara eins og restin af búrinu :D ..
Hvað vaxa þessir gaurar eiginlega hratt, getur einhver sagt mér það ?
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessir gaurar vaxa mjög hægt.
Ætli þeir verði ekki orðnir fínir eftir svona 2 ár.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ásta wrote:Hvernig fáið þið kúluskítinn til að tolla niðri?
hann fer alltaf fljótlega niður, ef ég tek hann upp og kreisti úr honum bleytuna er hann smá tíma að sökkva aftur niður, svona klst.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gvuuð þessar litlu frontosur eru æði! rosalega er búrið smekklegt Inga. til hamingju með nýju íbúana :D
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fyndin þessi stutta - töffari :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply