1/2 tonn

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Haha, ég segi það nú.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

?

Post by Bruni »

Sæl aftur. Þetta jaðrar við harmleik. Hvað ertu með marga eftir í búrinu eða er þetta að verða eins og Dauðafljótið ? Ertu annars að spá í að taka þroskastökk í hobbýinu ? Gotfiskarnir, þú veist :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sæll Bruni. Já, þetta er ekki skemmtilegt. Það eru einungis 2 eftir og ég gef þeim ekki háa einkunn.
Ég verð að viðurkenna að ég er alltaf spennt fyrir gotfiskum, byrjaði með þá fyrir 2 árum en er búin að skipta þeim alveg út.
Ég hugsa (miðað við sálarástand mitt í dag) að ég kaupi mér ekki fleiri fiska á næstunni svo kannski ég komi til með að sameina síkliðubúrin í framtíðinni og breyta 325 ltr. búrinu í gotfiskabúr (og þroskast þar með allveg hellings). Var með gotfiska í því fyrir ári síðan.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Árans vandræði

Post by Bruni »

Ekki gott að heyra. Öll él styttir nú upp um síðir. Þú verður eflaust búin að jafna þig á þessu á morgun eða í síðasta lagi hinn. Finnum einhvern flöt á þessu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er strax farin að sjá ljósu punktana við að þessir 2 drepist en dóttir mín á ansi fallega bardagafiska sem þurfa að taka smá skrens.

Já,já, ég verð búin að jafna mig fljótlega á þessu og búin að finna upp á einhverju brjáluðu áður en ég veit af.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sá að kribbarnir eru loksins komnir með eitthvað spriklandi inni í kuðung.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi kribbaseiði hafa væntanlega drepist eða verið étin.
Nú hefur parið haldið til í helli nokkrum í 2 daga og karlinn er orðinn eins og Mike Tyson í framan, hann ræðst á hvern þann sem vogar sér nálægt.
Þau hljóta að vera að vera komin með hrogn eða eitthvað slíkt þarna inni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

kribbar gefa greinilega convict og demöntum ekkert eftir í frjóseminni.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Loksins þegar þeir föttuðu hvað er gott að gera það!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

hérna.. hmmm... er gott að gera það?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Frú Kribba kom út úr helli sínum áðan með slatta af seiðum, kannski um 30 stk. Hún hefur svo verið eins og andamamma í dag, hefur farið um búrið með hópinn á meðan Herra Kribbi passar vel upp á gráðugu úlfana sem eru allt í kring.
Ég á ekki von á að ég nenni að taka þennan hóp frá, sumarið að koma og ég með allt önnur plön en eitthvað seiðavesin.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Enn er eitthvað eftir af kribbaseiðum og skemmtilegt að sjá hvað foreldrarnir skiptast á að hugsa um krílin. Þar er jafnréttið í hávegum haft.
Annars á ég stóra rót sem ég er að hugsa um að setja í búrið.
Ef einhver vildi mótmæla því væri got að heyra það sem fyrst.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

smelltu henni í. rætur eru af hinu góða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rót og allskonar rusli í búrið. Sýndu þessum kjánum sem halda að Afríkanar og trjárætur eigi ekki samleið sannleikan.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, fjandinn hafi það. Best að ég fari að sulla svolítið á morgun.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

klassi
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Enn er ég ekki byrjuð að sulla.....

Sat við búrið áðan og var að glápa þegar ég tók eftir að Convict er klassa seiðakiller. Ræðst til atlögu á ógnarhraða og forðar sér svo. Hangir rétt utan við hópinn og ræðst aftur. Enda hefur fækkað í hópnum.
Ég ætla að reyna að ná þessum Convict druslum og koma þeim í fóstur. Eru frekar litlir en orðnir of stór biti fyrir Frontosurnar.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skipti um ca. helming af vatni áðan og breytti aðeins.
Setti rótina og smá af risavalisneru.
Er búin að færa annan gullfés calvusinn yfir í þetta búr og á eftir að ná hinum, hann er búinn að fatta að ég er að reyna við hann og lætur ekki sjá sig jafnvel þó ég dreifi góðgæti um búrið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ein Frontosan af fjórum hefur tekið skrúðgönguna of alvarlega og stokkið uppúr. Fann hana á gólfinu þegar ég kom heim í kvöld.
Annars lítur allt vel út.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fór í dag í fiskabúr.is og keypti 2 ljómandi fallegar frontosur. Ég veit ekki hvað þær eru í centimetrum en þær eru nokkuð stórar.
Ég er búin að þrengja götin sitthvoru megin á búrinu svo nú ætti enginn að geta stokkið upp úr.
Læt fylgja nokkrar myndir:

Image
Hópmynd og hér sést glögglega stærðarmunurinn.
Image
Þessi er ný.
Image
Þær eru nú svolítið sætar :wub:
Image
Lítið convict seiði.
Image
Lítil frontosa sem ég átti áður.
Image
Frontosa og calvus.
Image
Calvus (sem heitir auðvitað löngu og voða voða flottu nafni)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fínar fronturnar, þær eru sennilega hátt í 20 cm.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er skrambi ánægð með þær.
Það var svolítill æsingur í þeim í dag þegar við komum heim og þær reyndu ítrekað að stökkva upp en lentu á glerlokinu svo glumdi í.
Eru orðnar rólegar og fínar núna og fá rækju eftir augnablik.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

flottar frontosur. ég er búinn að hafa auga með þessum en er líklega ekki með nóu stórt búr. einn daginn fæ ég mér svona. ég er endalust heillaður af frontosum finnst þær hrikalega flottar.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það eru enn 2 eftir í búðinni, aðeins minni :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

þær eru ekki eins flottar og þessar. :(
Last edited by acoustic on 24 Jun 2007, 22:24, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég þarf að ýta lokinu aðeins til hliðar þegar ég fóðra og gerði svo á föstudag áður en ég fór úr bænum en í hamagangnum hef ég gleymt að renna fyrir aftur.
Sem betur fer var þetta ekki mikið op en seinasti fiðrildafiskurinn notaði tækifærið og yfirgaf búrið og þar með þessa jarðvist.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann hefur verið búinn að bíða lengi eftir tækifærinu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Líklegast.

Nú sé ég að kribbarnir eru að hrista sig og skaka, kannski kemur nýtt holl frá þeim á næstunni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er ekki meira en minna líklegt að stóru frontósurnar reyni að stökkva upp ef ég tek lokið af við þrif og vatnsskipti?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú verður bara að vera klár í að grípa þær. :D
...annars stökkva þær varla langt þegar helminginn af vatninu vantar.
Post Reply