Page 7 of 7
Posted: 28 Nov 2009, 00:22
by keli
Jæja, þá drapst hún loksins. Önnur motoro kerlingin var búin að vera með leiðindi síðan ég fékk hana, aldrei bætt á sig og bara staðið í stað. Át venjulega 1-2 rækjur og lét það duga en hefur ekki einusinni gert það uppá síðkastið. Þetta er skatan sem var að frussa á myndbandinu hér fyrir ofan. Var búinn að eiga hana í amk 6 mánuði, og búinn að segja í ca 5 af þeim mánuðum að hún myndi ekki meika það hjá mér. Kom ekkert á óvart, nema þá bara hvað hún entist rosalega lengi.
20cm diskur.
Posted: 28 Nov 2009, 00:41
by Ólafur
Þetta er leitt að lesa keli
Posted: 11 Dec 2009, 14:45
by hakri
þetta er ógeðslega flott hjá þér
Posted: 18 Jan 2010, 19:40
by botnfiskurinn
Hvað er að fétta?
Væri gaman að fá að sjá nýjar myndir!
Posted: 18 Jan 2010, 20:10
by keli
Búrið er svo gruggugt þessa dagana að myndir eru svo gott sem vonlausar. Sköturnar eru þó hinar kátustu og stækka og dafna.
Posted: 18 Jan 2010, 23:44
by Jakob
Er ástralska aró að éta almennilega hjá þér? hvað er að virka?
Posted: 19 Jan 2010, 08:37
by keli
Síkliðan wrote:Er ástralska aró að éta almennilega hjá þér? hvað er að virka?
Étur bara blóðorma. Nartar stundum í tetra discus.
Posted: 11 Apr 2010, 22:18
by keli
Jæja karl motoro er orðin kynþroska og reynir ítrekað að taka í kerluna. Mig grunar þó að kerlingin sé ekki orðin kynþroska.
Núna þarf ég að fara að smíða mér stærra búr! Ég held ég gæti komið um 1000-1500 lítrum fyrir í aðstöðunni minni, hvað ætli sé ódýrasta leiðin til að gera sér svoleiðis búr?
Posted: 12 Apr 2010, 01:35
by Squinchy
Spurning með krossviðinn ef hann fengist á góðu verði
Posted: 12 Apr 2010, 10:15
by keli
Já ég þarf að skoða það... Ætli ég þurfi ekki 20-25mm krossvið í þetta?
Posted: 12 Apr 2010, 14:42
by Jakob
Dips á 1 motoro pup ef allt gengur upp.
Þú verður að fara að smella myndum inn fyrir okkur.
Posted: 23 Apr 2010, 19:46
by keli
Það virðist einhverskonar love making session hafa verið í gangi hjá þeim, því vatnið í búrinu varð skyndilega mjólkurlitað. Ég hefði ekki giskað á að kerlingin væri orðin kynþroska, en það er lítið að marka mig
Spennandi tímar framundan!
Posted: 22 Nov 2010, 17:39
by keli
Mikil sorg á heimilinu núna. Eftir töluverðar heimiliserjur seinustu daga gekk karlinn alveg frá kerlunni. Hún var dauð þegar ég kom heim.
Ég tók eftir því í gær að hún var óvenju nöguð eftir karlinn, en gerði ráð fyrir að það mundi bara gróa eins og oft áður. Þetta var eitthvað meira "rough" en venjulega því hún var dauð þegar ég kom heim úr vinnunni
Hún var 38cm löng. Mikill missir og ég er mega leiður yfir þessu
Búinn að eiga hana í 2 ár, hún hafði stækkað heilan helling og farin að éta þurrmat og rosalega þægileg. Feit og pattaraleg, ekkert að henni nema ofbeldisfullur eiginmaður.
Posted: 22 Nov 2010, 18:23
by ulli
Verið að selja 1000lt kar sem myndi smell passa undir þetta hjá þér
Posted: 22 Nov 2010, 18:39
by Vargur
Leiðinlegt.
Re: Ferskvatnsskatan mín
Posted: 05 Jan 2011, 19:13
by ulli
hvað kostuðu Motoro sköturnar og hversu stórar voru þær þegar þú keyptir þær?
Re: Ferskvatnsskatan mín
Posted: 05 Jan 2011, 19:17
by keli
Ég man það ekki - þetta var á góðum díl því ég átti einhverja inneign og svona eitthvað.
Re: Ferskvatnsskatan mín
Posted: 05 Jan 2011, 20:45
by ulli
100 evrur herna svona sirka Vel lófa stórar.
Fidna við þetta að þetta var í svona verkfæra lager
Re: Ferskvatnsskatan mín
Posted: 05 Jan 2011, 21:00
by keli
Mig minnir að mér hafi verið sagt að þær hefðu átt að vera á um 40-50þús þannig að 100 evrur er ekkert sega mega ódýrt ef maður tekur með sendingarkostnað og svona. Allt dýrt hérna