Langt síðan maður hefur uppfært þennan þráð og töluvert gerst síðan þá.
Hér eru myndir sem ég tók í gær:
í dag er ég með eina 1000l dælu í gangi. Stefni á að setja aðra 1000l dælu í gang því að kanarnir eru drulluspaðar og svo stækka þeir frekar hratt.
Ég er búinn að bæta nokkrum kempum í búrið
1X Oscar. Þessi kall er frábær. Fékk hann úr albínóatorfu í Fiskó en hann er ekki alhvítur. Það er ljósgrár litur ríkjandi í honum og myndarlegar appelsínugular skellur. Valdi hann því að venjulega fíla ég ekki albino fiska.
2x 9-10cm demantasíkliður sem ég fékk frá frænda mínum
3x Convict. Tveir stálpaðir karlar 10-11cm og ein lítil kerling. Hún er búin að para sig og þau eru með tvær holur í gangi! Fóru beint í þau mál á innan við viku. Mögulega eru tveir Convictar til sölu.
2X Gibbar. 20cm flykki. Sé þá voða sjaldan. Fyrsti dagurinn hjá þeim fór í slagsmál þeirra á milli. Báðir vildu búa undir sömu rótinni. Annar þeirr fór svolítið illa út úr átökunum og er með mjög lúinn bakugga og eitt sár.
Fiskurinn sem er heill er til sölu. Ég held þessum særða.
1x Hákarlalegur fiskur, veit ekki hvað hann heitir. 11-12 cm. Tekur sig mjög vel út og syndir tignalega og er til friðs. Tekur stundum uppköfunartrylling sem er ógeðslega flott að horfa á. Syndir hrikalega hratt. Hann er til sölu.
1x Balahákarl. 7-8cm. Mjög sterkur silfurlitur í honum. Hrikalega fallegur fiskur. Mögulega til sölu.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>
Það er mikið líf í búrinu og allt virðist eðlilegt og heibrigt. Mikið augnayndi og ég er svolítið montinn.