Seldi 110l búrið áðan. Svo sjáum við til hvort það verði pláss fyrir 180l búrið þegar 720l kemur.
Ég lét bláhákarlana fylgja búrinu og svo fóru Ropefish og lítill brúsknefur með í pössun. Ég prófaði að henda ropefish í stærra búrið en það var aðeins nartað í hann þannig ég veiddi hann bara aftur uppúr
Svo kom ég 35l búri upp í bílskúrnum og lét ég alla gúbbýana og sverðdragana úr 110l. í það. Svo er ég að setja upp fleiri lítil búr þar og ætla að reyna að koma smá rækt í gang
Ætla að reyna aftur með Arowönu, krosslegg bara puttana núna að henni gangi vel þvi ekki eru þær ódýrar..
Hún er ágæt enn sem komið er, nálafiskurinn var eitthvað að elta hana til að byrja með. Hann virtist ekki sáttur við að fá annan fisk sem syndir við vatnsyfirborðið en það hlítur að ganga, nema Arowanan éti hann þegar hún er fullvaxin
Senegalusarnir kunna ágætlega við sig í einhverju svona flotdrasli, einn hjá mér kom sér einhverntíman fyrir í svona tómu flotbúri sem ég var með í búrinu og þeir eru hrifnir að því að liggja í fljótandi rörbútum osf.
Já hann er skuggalega dýr en verður líka flottur
Ég held að ég leggji ekki í fleiri en einn peningalega séð
síðan er spurning hvort maður skelli sér á eina Arowönu, hvernig gengur þér með þína?
Já Ornatepinnis er uppáhalds poly tegundin mín, verður líka aðeins stærri en hinir sem ég er með.
En Arowanan gengur bara vel, ég átti aðra fyrir stuttu en hún dó úr hvítblettaveiki.
Þessi er aðeins stærri og er dugleg að borða hjá mér.
Henni og nálafiskinum kemur líka ágætlega sama og deila með sér vatnsyfirborðinu.
það er ekkert lítið sem palmasarnir reyna að sleppa úr búrinu, þeim líkar greinilega ekki plássleysið...skiljanlega.
þeir voru a.m.k. duglegir við að stökkva milli búra í búðinni (og
uppúr þeim).
Ég sá loksins einn þeirra reyna að sleppa áðan og það var engin smá ferð á honum þegar hann dúndraði upp í lokið. Ég trúi ekki að hann skaði sig ekki af þessu höggi.
Ég lét þunga og stóra bók ofan á lokið til að halda þeim niðri.
Ég réði ekki við mig og fékk mér tvo Ornatipinnis til að toppa þig
þeir eru svo svakalega littlir að ég tek helst ekki augun af þeim, er ekki að treysta hinum fiskunum
Gudjon wrote:Ég réði ekki við mig og fékk mér tvo Ornatipinnis til að toppa þig
þeir eru svo svakalega littlir að ég tek helst ekki augun af þeim, er ekki að treysta hinum fiskunum
hvernig fór með þína? ég vissi að einn hafði verið étinn en hvað með þann seinni ?
Minn er í fullu fjöri innan um "stóru" fiskana og ég efast um að neitt gerist úr þessu.
ekki var nú gaman að koma heim í kvöld.
ég sá arowönuna hvergi, leita en finn ekkert. kíki á búrfélagana en enginn með bumbu.
Svo kíki ég undir eina rótina þar sem ég finn þetta:
kom mér mjög á óvart því það hefur enginn verið að böggast í henni.
Hún var hress í morgun og finnst mér líklegast að hún hafi verið drepin og étin svo. Hef samt engan grunaðan.
semsagt sama sagan hjá mér og Kela, Arowana #2 farin. Ekki viss um að ég tími að reyna þetta aftur.