Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum
Moderators: Vargur , Hrappur , Ásta
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 30 Oct 2007, 20:18
Yep, þetta er flott
Þú verður að koma og skoða
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 30 Oct 2007, 20:34
Já, sá gamli getur eitt og annað
Þú mátt sko alveg koma með Ingu ef þú verðu ekki með mikil læti
bjarnih
Posts: 34 Joined: 21 Aug 2007, 12:12
Location: Akureyri
Post
by bjarnih » 31 Oct 2007, 08:49
geggjað lok og til lukku með það eru til teikningar af því eða er þetta allt verndað að höfundarrétti??
Squinchy
Posts: 3298 Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk
Post
by Squinchy » 31 Oct 2007, 09:44
Þetta er alveg frábært hjá ykkur
, mjög góð hugmynd með tvö lokin þarna að framan
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 31 Oct 2007, 10:19
Takk, takk.
Það eru engar teikningar til af þessu, karlinn er smiður svo þetta er hálfgert impro.
Ég vil benda á teikningu frá kela, held hann eigi þráð í almennum umræðum og það er upphafið að þessu loki mínu.
Piranhinn
Posts: 917 Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:
Post
by Piranhinn » 31 Oct 2007, 11:22
Þetta er heldur betur fínt. Hvaða efni var notað í lokið?
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 31 Oct 2007, 12:39
Ég held þetta sé rakaheldur krossviður, málað að innan með hvítu epoxy og að utan með svörtu lakki (ekki til svart epoxy)
Piranhinn
Posts: 917 Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:
Post
by Piranhinn » 31 Oct 2007, 12:43
Ok, virkilega töff. Ekkert verið að spara lakkið, góð plastáferð á þessu
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 31 Oct 2007, 12:48
Ég er þekkt fyrir allt annað en sparnað
Kitty
Posts: 581 Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:
Post
by Kitty » 31 Oct 2007, 18:14
Vá glæsilegt lok !!
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 06 Nov 2007, 20:16
Ég fékk góðan gest áðan með fisk í fötu.
Fékk kvk frontu í skiptum fyrir kk. Þá vonast ég til að karlarnir í búrinu róist aðeins og fari að snúa sér að kvenpeningnum.
Squinchy
Posts: 3298 Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk
Post
by Squinchy » 12 Nov 2007, 00:27
Hvernig er nýa frontan að aðlagast nýa búrinu ?
Hvað ertu að gefa þínum að borða ?
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 12 Nov 2007, 08:55
Nýja frontan var strax eins og hún hefði alltaf verið þarna, ekkert mál.
Ég gef þeim grænar flögur sem ég man ekki frá hverjum er, keypti þær í fiskabur.is og svo venjulegan fiskamat aðeins í bland. Þær frá líka rækjur annað slagið.
Rodor
Posts: 935 Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík
Post
by Rodor » 12 Nov 2007, 20:56
Ég hélt að Squinchy væri að spyrja hvað þú gæfir góða gestinum með fötuna að borða. Og þegar ég sá að hún gefur grænar flögur, þá áttaði ég mig á að það var ekki fötugesturinn
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 12 Nov 2007, 21:10
Hehe, gestinu góða bauð ég nú upp á kaffi sem hann ekki þáði og svo fór ég líka úr peysunni fyrir hann
En þessar flögur sem ég gef FISKUNUM heita Tetra PRO Vegetable og er frá Tetra.
Rodor
Posts: 935 Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík
Post
by Rodor » 12 Nov 2007, 21:14
Er Frontan aðallega grænmetisæta?
Mín er ekkert sérlega gráðug í fóður, hvernig er græðgin í þínum?
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 12 Nov 2007, 21:17
Mínar éta allt sem ég hef gefið þeim. Flögufóður, fisk og rækjur. Einhverja rækjustauta á ég sem þær éta og þær hafa meira að segja étið fullt af froskafóðri. Alltaf fjör á matartíma.
Squinchy
Posts: 3298 Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk
Post
by Squinchy » 12 Nov 2007, 22:32
Stærri frontan mín er með mikla servisku, stundum vil hún bara rækjur eða discusa fóður eða tetra sticks
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 12 Nov 2007, 22:58
frontur eru aðallega kjötætur í náttúrunni og ég held að það sé ekki æskilegt að gefa mikið af grænfóðri. Eitthvað smávegis er þó kostur.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 12 Nov 2007, 23:13
Hugmyndin hjá mér var í upphafi að hafa Tropheus með í búrinu og þess vegna byrjaði ég á þessu grænfóðri.
Þær fúlsa alls ekki við þessu og eru sprækar en eru þó ekkert að hrygna hjá mér, það hefur kannski eitthvað með fóðrið að gera??
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 12 Nov 2007, 23:23
Um að gera að gefa þeim kraftmeira fóður (það græna líka með), fínt að gefa þeim rækjubita osf og jafnvel eitthvað lifandi, það æsir oft upp hrygningabröltið.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 12 Nov 2007, 23:31
Ég fer í það.
Lítið mál að ná convict seiðum fyrir þær, það er alltaf eitthvað að ske í hinu búrinu.
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 12 Nov 2007, 23:38
Frontosur verða líka ekki kynþroska fyrr en um 4 ára, þannig að það er líklegt að þetta sé bara aldurinn, þetta eru ennþá bara gelgjur er það ekki?
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 13 Nov 2007, 00:07
Ég hélt alltaf að þær yrðu kynþroska 18-24 mán...
En þær eru í öllum stærðum, nokkrir lurkar sem eru líklegast orðnir "fullorðnir".
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 13 Nov 2007, 00:19
Ásta wrote: Ég hélt alltaf að þær yrðu kynþroska 18-24 mán...
En þær eru í öllum stærðum, nokkrir lurkar sem eru líklegast orðnir "fullorðnir".
Ég man allavega að þegar ég var með frontósur og var að kynna mér þetta alltsaman þá las ég þetta, á fleiri stöðum en einum...
Getur verið vitleysa í mér svosem
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 13 Nov 2007, 00:30
Mig mynnir að það sé talað um allt að 3 ár, annars hef ég lesið mikið um að þær séu frekar dyntóttar í þessum efnum.