Page 2 of 2
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 18 Dec 2011, 00:00
by kristjan
Ja það er nokkuð til í þessu hjá þér en of seint fyrir mig ad breyta nuna. En hilið á milli glerjanna er 2 cm og svo 5 cm undir þannig að ég held að það sé útilokað að það stíflist enda verða engir svampar á milli en allur er varinn góður samt.
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 18 Dec 2011, 00:27
by Vargur
Ef það verða engir svampar á milli hvaða tilgangi þjóna þá þessi gler sitt hvoru megin við efsta deilispjaldið ?
Hefði þá ekki verið einfaldara að hafa deilispjaldið bara niður í botn og láta flæða yfir það og sleppa glerjunum til hliðana ?
Stundum þykir mér eins og fólk haldi að sumpurinn sé betri ef vatnið þarf að fara í gegnum eitthvað völundarhús en málið er auðvitað að fá sem mesta filteringu.
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 18 Dec 2011, 01:51
by Squinchy
Þetta er í góðu lagi svo lengi sem þetta er látið þjóna þeim tilgangi sem það er hannað fyrir (sem loftbólu gildra) og engum svamp troðið þarna á milli
þar sem loftbólur eiga erfiðara með að springa í saltinu er þetta fínn kostur að hafa í sump sem er hannaður eins og völundarhús því það minnkar líkurnar á því að loftbólur komist að return dælunni þar sem þeim verður deilt í enn minni loftbólur (micro bubbles) sem valta því að kórallar fara í fýlu
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 18 Dec 2011, 12:02
by kristjan
Eins og jökull bendir á er þetta hannað til að loftbolur sem myndast við það að vatnið kemur jiður ur búrinu og einnig loftbolur sem sleppa ur skimmernum komast ekki i return holfið. Þetta verkar þannig að vatnið fer yfir yfir fyrsta spjaldið og þarf svo að fara undir miðjuna og svo yfir seinasta spjaldið. A meðan vatnið er a leiðinnu undir þ.e. niður stíga loftbólurnar upp og komast því ekki alla leið í gegn. Seinasta spjaldið er svo til þess að vatnið komi ekki undan miðju spjaldinu og beint í return dæluna með þeim afleiðingum að vatnið a yfirborðinu í return hólfinu hreyfist ekkert.
Svampar eru mjög illa séðir í saltvatnsbúrum þar sem þeir geta breyst í nitrate verksmiðju mjög fljótt ef lífrænar agnir setjast í þeim og komast þar af leiðandi ekki i skimmerinn.
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 11 Apr 2012, 15:52
by kristjan
Ég er að berjast við þörungavandamál hjá mér
er búinn að reyna að skipta út vatni, hafa ljósin slökkt í 3 sólahringa með teppi vafið um búrið þannig a ekkert ljós komst að og er búin að minka matargjafir mikið. Einnig prófaði ég að nota vetnisperoxíð á nokkra steina en það virkaði ekki þar sem þörungurinn fór náttúrulega bara að vaxa um leið og aftur var komið í búrið. Ég er nokkuð viss um að orsök vandans er sú að ég er ekki með nægilegan straum í búrinu (nú er ég með hydor 2000l/h öðru megin og hydor 5200 l/h hinu megin) þannig að úrgangsefni ná að setjast á botninn og rotna. Ég þarf semsamgt að fara að fjárfesta í öflugri straumdælum.
Ég held að þetta sé dino þörungur en þó er ekki mikið af loftbólum líkt og er hjá þessum ásamt því sem ástandið hjá mér er ekki nálagt því eins slæmt og hér
http://www.reefcentral.com/forums/showt ... id=1620464
Ég ákvað að reyna þessa aðferð hans að hækka nitrate til að eyða þessu og hef ekki gert vatnsskipti núna í mánuð en þrátt fyrir það fæ ég alltaf mælingu uppá 0 í ammonia, nitrite og nitrate. Annað hvort er mælisettið hjá mér ekki að gefa rétta mælingu eða þá þörugnurinn er orðinn það mikill miðað við hversu litið af fiskum er í búrinu að hann heldur nitrate í skefjum. Ætla að fjárfesta í nýju mælisetti bráðum til að staðreyna hvort það er.
Hér sést þörungurinn
hef ekki verið að mæla fosfat þannig kanski er það vandamálið.
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 11 Apr 2012, 17:31
by Squinchy
Forfat er oftar en ekki sökudólgurinn búinn að mæla vatnið í krananum hjá þér ?.
Er eitthvað að frétta af sumpinum og breytingunum ?
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 11 Apr 2012, 18:50
by kristjan
Það er komið í smá salt þar sem ég sé fram á að þurfa að taka búrið niður einhverntíman á nærstu 18 mánuðum vegna þess að þá er ég aða fara í a.m.k. 4 mánaða ferðalag og ætla því að nota tækifærið og fara í framkvæmdirnar þegar heim er komið áður en ég set búrið upp aftur.
Hef ekki mælt vatnið í krananum hjá mér enn. En hugsa að ég fari að þínu fordæmi og fá mér RO/DI þegar þetta ver'ur sett í gang að nýju.
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 11 Apr 2012, 19:25
by Squinchy
Já ég mældi ekkert hjá mér, veit bara að það er ekki það gott að ég þurfi ekki að hreinsa það
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 07 May 2012, 14:03
by kristjan
var að skipta um perur. Var með tveggja ára 14000k perur í búrinu fyrir en setti nýjar 20000k í staðinn.
Ég var ekkert að stressa mig yfir því hversu gamlar perunar væru þar sem ég er ekki með neina kröfuharða kóralla en svo las að gamlar perur gætu aukið þörungavöxt.
20000k perurnar gefa mun flottari lit finnst mér heldur en 14000K. Hugsa að ég haldi mig við þær héðan í frá, allavega þangað til ég er kominn með kröfuharða kóralla en þá getur verið að það þurfi eitthvað að breyta þessu þar sem 20000K eru með minna PAR heldur en 14000K
var að reyna að taka mynd en kann svo lítið á myndavélina þannig ég næ ekki myndum sem sýna hvernig lýsingin hefur áhrif.
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 07 May 2012, 17:30
by Squinchy
Já 20k er langt um flottara
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 16 May 2012, 12:38
by kristjan
Re: 350 lítra sjávarbúr Kristjáns (mikið af myndum )
Posted: 16 May 2012, 12:46
by S.A.S.
nice