Keypti notað Juwel búr í dag og með kaupunum fylgdu 2 gullfiskar og 2 synodontis kattfiskar...
Skellti þeim bara útí stóra búrið því nýkeypta búrið er ekki tilbúið fyrir fiska.
Ingu finnst gullfiskarnir svo flottir að þeir eiga að fara í 'rúmgaflsbúrið' en ég hugsa að ég haldi Synodontis-unum í 720L búrinu þó þeir séu töluvert stærri en þessi sem ég átti fyrir.
Ég sé strax mun á mínum Synodontis, sem lét aldrei sjá sig, hann er farinn að synda um búrið með hinum!
Þetta er þó einhver önnur tegund, svolítið sérstakir bakuggarnir á þeim. Ef einhver veit nánari tegundaheiti væri það vel þegið.
Svo er góðurinn er aðeins farinn að taka við sér
Þetta er sá stærri af þeim nýju, um 15cm:

ég náði ekki nógu góðri mynd af þeim minni en hann er um 10cm og rosalega feitur, óléttur kannski hmm?
Lima shovelnose & pleggi
bætti nýlega 2 litlum pleggum í búrið og einni lítilli ancistru.
Svo fór líka í búrið í dag einn 12cm ancistrukall en hann heldur sig bara undir rót þannig það er engin mynd af honum.
Annars hef ég oft lesið að sumum botnfiskum komi ekki vel saman við Polypterusa, þeir eiga það til að sjúga slímhúðina af polypterusunum.
Ég veit ekki hvort það sé ancistran stóra, litlu pleggarnir eða nýju synodontis sem eiga sökina en það eru nokkrir sogblettir á Senegalusunum mínum.