Stebbabúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Þökk sé andra pogo þá fjölgaði í búrinu um 41 fisk í búrinu um helgina :oops:

Byrjaði á laugardaginn að mæta fárveikur á útsöluna í fiskabúr og splæsti í
8 corydoras "anus"
3 Apistogramma agassizii
og 1 pandadvergsíkliðu, man ekkert hvað hún heitir annað en panda eikkvað

Fór svo á sunnudeginum í heimsókn til hans og þá fyrst vissi ég hver andri er :roll:
þar nældi ég mér í 29 stk af tígrisbörbum og það er klikkað að sjá svona stórann hóp syndandi um búrið, og tala ekki um lætin þegar það kemur matur

Image

Vatnið er ekki alveg svona rosalega brúnt í alvörunni heldur virðist liturinn magnast alveg þrefalt upp á myndinni
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já það er heldur betur aukning hjá þér :P flott!
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Það er ekkert verið að halda álaginu á bakteríuflóruna í hófi :)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég fór einmitt að pæla í flórunni þegar ég áttaði mig á því hvað þetta var mikið af fiskum, en ég verð bara að bíða og vona
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

stebbi wrote:Ég fór einmitt að pæla í flórunni þegar ég áttaði mig á því hvað þetta var mikið af fiskum, en ég verð bara að bíða og vona
Eða bara vera duglegur í vatnsskiptum í svona 1-2 vikur, og þá ætti bakteríuflóran að vera búin að ná í þessa nýju fiska :)

Þarft þó að skipta oftar um vatn eftir það en þú þurftir fyrir - til að losna við nítratið. Hvað er þetta búr annars stórt?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

það er 430 lítra

Annars er þetta nú kannski ekki nema eins og að bæta 2-3 stórum síkliðum í búrið miðað við stærðina á fiskunum
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

er þetta ekki alveg nógu stórt búr fyrir þessa fiska? ég myndi halda að það væri nóg pláss eftir :P
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

það er svosem pláss fyrir fleiri bara spurning hvað það verður, barbarnir vaða yfir allt og alla sem voru fyrir í búrinu án þess þó að gera þeim nokkuð.
Þeir eru æðisleg kvikindi, magnað að fylgjast með þeim í svona stóru búri koma soldið mikið á óvart
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Til lukku með barbaflóruna :P
Lúkkar flott svona torfa.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Í morgun rétt áður en ég fór í vinnuna rak ég augun í eitthvað ormakvikindi á seyðabúrinu, þegar ég athugaði málið betur sá ég að þetta var ancistruseyði svo ég í flýti mokaði því ofaní seyðabúrið.
þegar betur var að gáð voru þau nokkur á glerinu í búrinu en ég hafði engann tíma til að reyna ná þeim.

Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi og hvað þá að ancistrurnar gætu þetta, þær eru ekki nema ca 5cm stórar.
Ég var einmitt búinn að hugsa mér að fara að splæsa í fleiri til að eiga möguleika á að fá par þar sem ég er bara með 2

Hvað má ég búast við að þau séu gömul þessi seiði? þau eru ca 1 cm núna
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þau eru líklega nokkurra vikna gömul... Ankistruseiði eru frekar stór þegar þau klekjast út, hátt í 1cm. Karlinn hugsar um þau fyrstu vikurnar, þannig að það er ekki fyrr en eftir um 2-3 vikur sem þau fara á kreik.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ancistruseiðin eru sennilega öll étin, nema þá að þau nái að fela sig svona herfilega vel, ég hef allavegana ekki séð eitt einasta síðan ég sá þau fyrsta morguninn.

Ég tók mig til og nánast tæmdi javamosann úr búrinu áðan og þvílíka drullan sem kemur úr því helvíti, en búrið lítur nú bara mun betur út eftir það.


Image
Náði svo þessari helvíti skemmtilegu mynd af dótturinni reina að ná skalanum í gær
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Post Reply