Ég færði allar Malawi mbunurnar úr búrinu og þó þær hafi ekki verið margar þá er búrið allt annað.
Haplocromisarnir tóku strax við sér og margir sýna mun betri liti og eru líflegri. Magnað þó að hapsarnir séu mun stærri fiskar en mbunurnar þá eru þeir drulluhræddir við þær.
Nokkrar myndir teknar án flass þannig litirnir eru ekki ýktir.

Rostratus karlinn er allur að dökkna.

Steveni er nánast sjálflýsandi um hausinn.

Compressiersinn nýji er farinn að ögra hinum aðeins.
Búrið er mun rólegra en samt fjörugt því nú eru Hapsarnir farnir að reyna að ákveða hver ræður.