Birkir 06-07 Ameríku síkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Birkir er að fara í Amerískar síkliður og þær vilja hærra pH heldur en Afrískar
Það er fínt mál að hafa rót með Amerískum síkliðum!
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Birkir wrote:
Vargur wrote:Hvernig væri að flytja vatnið í slöngu ? :wink:
Sú flutningsleið virkar yfirleitt best í í búr sem eru stærri en 50 l. :P
Ég spáði í það en þar sem ég er alger fáviti þegar kemur að heimilisverkfærni (nema auðvitað að elda mat og þrýfa, það er mín deild) þá veit ég ekki hvernig á að festa slöngu á venjulegan eldhúskrana sem er ekki með skrúfgang.
?
eru ekki allir kranar með skrúfgang ? spyr ég einsog fávís k**a ? hélt að það væri hægt að taka sigtið af þeim öllum ? en hvað veit ég ég er bara úr sveit. . .
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Gudjon wrote:Birkir er að fara í Amerískar síkliður og þær vilja hærra pH heldur en Afrískar
Það er fínt mál að hafa rót með Amerískum síkliðum!
amerískar vilja lægra ph ca 6,5-8. annars breytir það ekki öllu . aðallega að það séu ekki miklar sveiflur. en þær þola flestar mikla breidd í ph það er hægt að fara með sumar hverjar niður í 5 og aðrar upp í 9 .. .. 7 er fín tala ..
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

well, allir geta gert mistök
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

eru ekki allir kranar með skrúfgang ? spyr ég einsog fávís k**a ? hélt að það væri hægt að taka sigtið af þeim öllum ? en hvað veit ég ég er bara úr sveit. .
Ég hefði haldið að þið gömlu hausar vissuð að það er hægt að taka sigtið af flestum krönum, svo kaupir maður bara slöngutengi sem skrúfast á í staðinn, slöngu og náttúrulega eina hosuklemmu.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:
eru ekki allir kranar með skrúfgang ? spyr ég einsog fávís k**a ? hélt að það væri hægt að taka sigtið af þeim öllum ? en hvað veit ég ég er bara úr sveit. .
Ég hefði haldið að þið gömlu hausar vissuð að það er hægt að taka sigtið af flestum krönum, svo kaupir maður bara slöngutengi sem skrúfast á í staðinn, slöngu og náttúrulega eina hosuklemmu.
hvað veit maður með þessa nýtísku krana ? en jú þetta er það sem ég er að meina . . . hrikalega einfalt og margborgar sig . . menn verða ansi rislágir eftir 40 vatnsfötuferðir og hafa þannig æfingar slökkt á nokkrum fiskaáhugamönnum eða þeir hafa misst áhugann er réttara :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

sammála, ég get ekki séð að nokkur maður nenni að standa í vatnskiptum osf með fötu, ég nenni ekki einusinni að nota fötusystemið á 60 l búrið sem ég er með í eldhúsinu. :?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég var orðin svo slæm í hendinni í fyrra að ég gat ekki valdið penna og ætlaði að hætta í þessum fjandans fiskum.
Þá var einhver sem benti mér á slöngudæmið en ég hafði verið að burðast með fötur í 500 ltr. og 325 ltr. búrunum.
Best af öllu var að allan tímann átti ég slöngu, var sennilega búin að burðast með 5-6 tonn í 10 lítra fötum.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Image

Rut er mætt á svæðið með einhvern sand. Best að búa til einhverja hóla og hæðir.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Er með einn poka af sandi sem er með eitthvað magn af smáskeljum í. Er það gott eða slæmt í samhenginu ameríkusíkliður?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hættir þú við sundlaugasandinn ?

Skeljar auka hörkuna i vatninu en ekki hafa neinar áhyggjur af því ef þú fílar skeljarnar, þessir fiskar þola breið vatnsskilirði en eins og áður hefur komið fram er stöðuleiki mikilvægastur.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Nei, ég notaði hann fékk ljósan, ekkert ryk hann var fullkominn í þetta. Svo notaði ég aðeins af eldri sand sem ég átti frá fyrra lífi og svo kom Rut með restina af skeljasandinum sínum. En heildaráferðin er þessi ljósi dælu/sundlauga/vatnsinntakssandur frá Poulsen.

Image
Rut að skola skeljaruglið.

Image
Við hjuggum í það að þið voruð að gera grín af því að fara margar ferðir með vatn í búrið og að slöngur við krana væru málið. í óþolinmæði okkar ákváðum við klukkan 01:00am að fara að ausa vatni. Til þess notuðum við tertuhjálm (sjá mynd), miðlungs salatsskál (sjá mynd) og til að hanna sandlandslagið, viðarspaði (sjá mynd).
Við erum ekki að grínast. Klukkan er að verða 4 að morgni og við erum búin að stylla dælunni upp að mestu og koma fyrir tveimur smáum leirpottum.

Þetta tók tíma en var stuð. Átum kökur og mandarínur, hlustuðum á Red House Painters og Ani Difranco og hananú.


Jú, hún Píla mín kom sér inn á hana. Þessi elska.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Heyrðu! Er þetta Birkir F.V?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Heyrðu! Er þetta Birkir F.V?
Jú, ég kýs að kalla þetta fífl það.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Heyrðu, þú ert sko ekkert fífl!

Þú hefur oft gramsað í mínu plötusafni ásamt bróður þínum og bassafantinum... long time ago austur á landi.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jesús, býr einhver út á landi í dag, borgin er orðinn stútfull af ykkur sveitavargnum, það er ekki skrýtið að umferðin gangi ekkert hér í borginni. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hey, það skal sko enginn saka mig um að keyra eins og kelling! Enda alin upp í höfuðborginni til 7 ára aldurs :P

En Birkir, gaman að sjá þig hér. Það hefur verið aldeilis skemmtilegt hjá ykkur að fylla búrið með þessum ílátum.. HAHAHA
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Já, þetta var lúðalegt en hei, lúðar eru þolinmóðir.

Annars er vatnið búið að vera í búrinu rúmann sólahring núna og það er svona gul-ljósbrúnleit þoka í því rétt yfir sandinum. Af hverju gæti það stafað?

Ég er ekki búinn að setja dæluna í gang. Geri það von bráðar.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Á ekki gruggið eftir að setjast almennilega?
Ég lenti í því með fyrsta búr að skola sandinn ekki nógu vel svo ég þurfti að dæla öllu úr og þvo sandinn AFTUR (var sem betur fer bara poggulítið búr)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Á ekki gruggið eftir að setjast almennilega?
Ég lenti í því með fyrsta búr að skola sandinn ekki nógu vel svo ég þurfti að dæla öllu úr og þvo sandinn AFTUR (var sem betur fer bara poggulítið búr)
Sandurinn var allur skolaður hressilega og sandurinn frá Poulsen var þess eðlis að ekki þurfti að skola hann því hann er venjulega notaður í vantsælur og sýjur fyrir drykkjarvatn. Undarlegt. Kannski lagast þetta þegar dælan fer af stað.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jæja. Fór í Fiskabúr.is og fékk 4 Firemouth, tvo kornunga og tvo sem eu helmingi stærri en stubbarnir. Firemoutharnir eru allir inn í einum leirpotti núna.
Einnig fékk ég þar 5 barba í "tilraunaskyni".

Síðan hentum við okkur í Fiskó og þar keypti ég mér tvær gríðarlega fagrar rætur sem núna eru í bleyti og ég er búinn að vera að spúla eitthvað af.
Þar voru verslaðir 5 brúsknefjar og 2stk. Jack Demsi. Annar er mun dekkri en hinn, dökkbrúnn og jaðrar við svart á sumum pörtum skrökksins. Hinn er mun gráleitari.

Svo fórum við í þyrlu í Trítlu og fengum okkur plöntu garma sem ég man ekki hvað heita.


ph gildið í búrinu er um 8.

Skýjið yfir sandinum sem ég nefndi fyrr á þessum þræði er ennþá til staðar.

Fiskarnir eru búnir að vera um 30min í búrinu.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég gerði nú ekki margt í dag en breytingarnar í búrinu hafa þrátt fyrir það verið daratískar sem sannar enn og aftur að agnasmáar tilfæringar geta breytt heilmiklu.

* Í dag var skýjið í búrinu búið að minnka um meira en helming. Ég fagna því gríðarlega. Samt er smá eftir en ég geri ráð fyrir að það hverfi.

* Í staðin fyrir að hafa bláu peruna fremsta þá setti ég hana fyrir aftan. Að mínu mati hefur þetta jákvæðari áhrif á lit fiskanna.

* Jack Dempsy fiskarnir mínir tveit halda áfram að skipta um lit af krafti en eru búnir að vera meirihluta dagsins mjög ljósir. Um tvö leitið voru þeir mjög dökkir og mér fannst það gott mál.

* Stærsti Firemouth hlýtur að vera karl. Hann er búinn að eigna sér blómapottaþyrpinguna. Potturinn sem er heill er hans hús. Það er brotin pottur sem liggur upp að honum og þar húkir oft næst stærsti Firemouth og hef ég trúað að það sé kvk en þegar hún fór að synda áðan var "hún" ekki með anaæ ugga sem er kvennlegur, þ.e.a.s. ekki næginlega oddhvass þannig að núna held ég að þetta sé karl númer tvö. Ég gæti haft rangt fyrir mér. Það eru tveir Firemouth í viðbót sem eru mun minni og grunar mig að þetta sér kvk fiskar.

* Jack Dempsy parið er búið að vera út um allt búr í einhverju óðagoti. Virðast ekki ahfa fundið sér stað. Plús, ég hef ekki hugmynd um hvers kyns þeir eru, þess vegna ætla ég að kaupa mér 2 til viðbótar í dag. Um fimm leitið gróðursetti ég hins vegar þrjár plötur. Tvær þeirra voru í grend við Firemouth pottana og Djakkarnir fóru strax að hanga mikið þar.

* Barbarnir eru í góðum fíling, synda um í torfu eins og tertrum er siður.

* Klukkan 23 setti ég stóra rót í hægra hornið á búrinu. Hún stendur lóðrétt (sjá mynd). Mér finnst hún afar falleg. Ég hafði látið hana liggja í bleyti í einn sólahring og spúlaði hana nokkrum sinnum. Ég sé harla litla "litmengum" vegna hennar. Það er engin búin að eigna sér hana nema hvað að litlu Firemouth fiskarnir hafa mikinn áhuga á henni.
Brúsknefjarnir elska hana auðvitað. Þetta er kúl rót, hol að innan og með slétta fleti að utan. Fínasta hrygningarsvæði.
Ég er hins vegar að spá hvort að staðsetning hennar hindri að dælan (inntakið) vinni sitt verk 100%. Ég læt það eftir ykkur að dæma það og kommenta og bendi á meðfylgjandi mynd.

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta lítur vel út hjá þér piltur.
Ætlar þú að setja eitthvað grjót í búrið og jafnvel fleiri fiska?

Ég myndi nú bara hafa rótina eins og hún er, held hún hafi ekki þau áhrifin á dæluna.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk Mama-Punk. Pabbi biður að heilsa.

Ég veit ekki hevrsu mikið af steinum ég set í þetta. Eitthvað lítið, þar sem ég er svo anal að þetta sé Ameríkulegt en ekki Afríkulegt.
Ég ætla að skella tveimru Jack Dempsy til viðbótar á morgun. Veit ekki hversu mikið ég set í viðbót. Ef það er einhver búð með hraustlega Salvini þá mun ég versla 4-5 slíka.
Ég má samt ekki vera of óður með að bæta við. Verð að láta koma smá reynslu á vatnið. Annars er slatti í búrinu en fiskarnir eru svo ungir að þeir sjást varla.
Pælingin er að setja mjög unga Green Terror síðar þegar hinir fiskarnir hafa helgað sér svæði. Hugsa að það sé besta leiðin til að láta ekki GT valda of miklum usla og terrorisma.
Set svo eina rót til viðbótar á morgun.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

þetta lítur vel út hjá þér og ég veit að með tímanum verður þetta aðeins glæsilegra og glæsilegra.

Hvar fékkstu rótinu og á hvaða verði?
hef verið að leita mér að rót/um en ekkert gengið
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Takk, bið að heilsa til baka.

Maður er alveg skelfilega fljótur að fylla þessi búr af fiskum. Mitt er alveg orðið stútfullt, búin að vera með það síðan í ágúst. Ég er að spá í að láta allt flakka úr 500 ltr. búrinu og setja síkliður og eitthvað óvenjulegt þar, eða þá diskusa... dreplangar í þá aftur.

Ég hef ekkert vit á hvaða aðstæður þessar amerísku síkliður þurfa (ennþá :P ), er sjálf bara með afró.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Gudjon wrote:þetta lítur vel út hjá þér og ég veit að með tímanum verður þetta aðeins glæsilegra og glæsilegra.

Hvar fékkstu rótinu og á hvaða verði?
hef verið að leita mér að rót/um en ekkert gengið
Það er heljarinnar úrval í Fiskó. Ræturnar kostuðu frá 3000-3600kr. Það var ein rót þarna sem ég var næstum búinn að taka, ótrúlegaöflug, með hellum sem og stórum flötum fleti.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

þar sem ég er svo anal
Það hlaut að vera... einhleypur karlmaður sem er með tertuhjálm og salatskál á heimilinu og drekkur auk þess Coke-light. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:lol:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Bætti við gullfallegum og kornungum demantasíkliðum sem ég fékk í Fiskó í dag. Mun litríkari en þessar "hefðbundnu" demantasíkliður... mjög sterkur blár litur og svo kemur sá rauði mjög kröftulega fram þegar þær stækka.
Þó þær séu nýbúar þá láta þær engan bilbug á sér finna og hafa tekið út lit eftir rúmann hálftíma í búrinu.
Það var geggjað að sjá Firemouth karlana taka á móti þeim. Blésu sig alla út, uggarnir út um allt búr og litirnir gríðarlega sterkir.

Svo setti ég eina stóra rót í búrið fyrr í dag sem Firemouth eru að sína mikinn áhuga. Leirpottarnir standa í augnablikinu auðir (sem kemur á óvart því að það bjuggu Firemouth karlarnir.

Jack Demsay parið hefur enn ekki helgað sér stað. Kannski eru þetta tvær kk eða tveir kk?

En búrið gengur frábærlega. Mun bæta við Salvini, Green Terror og Bótíum í fyllingu tímans þá er þetta komið nóg.
Post Reply