He he he - alveg magnaðar umræður
Ég er greinilega í fullkomnu hjónabandi, ég má fá mér eins mörg fiskabúr og ég vil - bara koma þeim fyrir (og eiga fyrir þeim), og ég sé líka um ljósmyndadelluna á þessum bæ - þarf bara að koma mér í það að panta mér almennilega linsu fyrir þetta (og fjármagna hana - sem er annað mál).
En rosalega eru seyðin orðin stór hjá þér - ferlega krúttleg, bara litlir kribbar, ekki seyði lengur. Ég var að reyna að rýna í það hjá mér hvernig kynjaskiptingin er, og það er greinilegt að sum eru stærri og með meira áberandi rönd en önnur. Ég giska á að það eru strákarnir sem eru stærri. Það eru ca 5 þannig og 4 hinsegin - annars er erfitt að segja til um það þar sem maður sér þau aldrei öll saman í einu. Þau þyrftu að vera með númer á sér...
Er kerlingin búin að hrygna aftur hjá þér?
Hvar ertu aftur í Hrútafirðinum?