En með tryggingar á fiskum, spurði yfirmanninn minn að þessu um daginn, fiskabúr eru hluti af innbúi en ekki fiskarnir sjálfir og það eru ekki til neinar "fiskatryggingar", þannig það gæti orðið dáldið mál að tryggja fiskana sjálfa, en það er örugglega allt hægt fyrir rétt verð
Arowanan tók upp á því að éta áðan, frosinn krill var fyrir valinu.
Ég reyndar henti nokkrum guppy í búrið í fyrradag en ég veit ekki hvort hún tók eitthvað af þeim eða hvort þeir enduðu í langa kjaftinum á garnum.
Vargur wrote:
Arowanan tók upp á því að éta áðan, frosinn krill var fyrir valinu.
Ég reyndar henti nokkrum guppy í búrið í fyrradag en ég veit ekki hvort hún tók eitthvað af þeim eða hvort þeir enduðu í langa kjaftinum á garnum.
Garinn er náttúrulega sérfræðingur í að týna upp fiska
Ég er að spá í hvort ég eigi ekki að herma eftir Kela og henda diskusunum með aröwönunni, þeir virðast ekki vera alveg nógu sáttir þeir sem þeir eru.
Annars er allt gott af arowönu að frétta, hún étur vel og er syndir um búrið og er ekki sérstaklega felugjörn.
Vargur wrote:Ég er að spá í hvort ég eigi ekki að herma eftir Kela og henda diskusunum með aröwönunni, þeir virðast ekki vera alveg nógu sáttir þeir sem þeir eru.
Annars er allt gott af arowönu að frétta, hún étur vel og er syndir um búrið og er ekki sérstaklega felugjörn.
Mæli með því - arowanan fór í hálfgerða fýlu þegar ég tók síkliðurnar frá henni, en varð aktívari um leið og ég setti discusana í búrið. Þeir draga hana fram, og ég er ekki frá því að arowanan sé bara hrifin af discusunum, hún hangir amk furðu mikið hjá þeim.
Ég henti eimitt einni keyhole sikliðu í búrið um daginn og arowanan hresstist við það, fór strax að skoða nýja félagan og ég held að það hafi komið henni í gang að éta að fá smá samkeppni um matinn.
Ég er ekkert að drolla við þetta, skelli diskusunum í búrið.
Góður! af því "diskusa-millifærsluveseni" hehe og ánægjulegt að fá mynd af black ghost, væri gaman að sjá hann í stærðarsamanburði við e-ð annað... Er hann búinn að taka einhverja vaxtarkippi hjá þér nýlega? Vaxa nú yfirleitt frekar hægt þessi grey...
B. ghost er nú tæpir 20 cm og hefur ekki vaxið hratt að undanförnu. Það breytist kannski núna enda er hann farinn að fá að éta og er meira á ferðinni eftir að sikliðurnar fóru úr búrinu.
Ellig wrote:til hamingju með þetta vargur hvað er hún stór?
Hún er tæpir 20 cm.
Diskusarnir virðast nokkuð sáttir við búrið en eru samt andskotanum stressaðri, maður þarf að læðast fram hjá búrinu. Þeir anda þó rólega og sýndu blóðormum áhuga í dag.
Ég læddist að búrinu og tók nokkrar myndir flasslaust.
Stressrendurnar sjást vel á þeim, reyndar finnast mér þær flottar en ég vil frekar hafa rólega.
kannski smá útúrdúr en það var verið að ræða um tryggingar fyrir arowönuna í þræðingum.
Ég ath þetta hjá TM um daginn og sótti eftir að fá tilboð í arowönuna mína, lugnafiskinn og salamöndruna, bara svona til að kanna viðbrögðin og ég fékk svo símtal nokkrum dögum seinna þar sem mér var sagt að gæludýratryggingin nái ekki yfir fiska.
Svosem skiljanlegt eins og rætt var um á síðasta félagsfundi Skrautfisks, það þarf að passa miklu betur uppá fiskana en t.d. hunda, ketti og þess háttar dýr.
Þegar ég kom heim eftir 3 vikna fjarveru þá hafði flotgróðurinn og Valisnerian vaxið svo gríðarlega að lítið sem ekkert ljós komst niður í búrinu. Lággróðurinn virtist ekki taka því vel.
Javaburkninn allur brúnn og þakinn þörung.
Sae hafa ekki verið að standa sig og sjást ekkert í búrinu, ég hélt að Arowanan hefði étið þá en þeir komu í ljós í gærkveldi en eru greinilega drullusmeykir við Aro og hefur hún líklega verið að reyna að éta þá.
Annars er allt í fína, allir éta en diskusarnir eru þó enn í stress litunum og hafa ekki hryngt svo ég viti.