Page 2 of 5
Posted: 20 Mar 2007, 19:12
by keli
Mig langar alltaf meira og meira í arowönu í hvert skipti sem ég les þennan þráð...
Hvað þurftirðu að gefa fyrir hana?
Posted: 20 Mar 2007, 21:28
by Ólafur
Ég borgaði tæpar 10000 kall fyrir 10 cm seiði og sé ekki eftir þvi en það er til ein i Dýragarðinum fyrir tæp 19000 kall en hún er allt að 20 cm löng og firna falleg.
Þessir fiskar þurfa þolinmæði og ummönnun og verða griða stórir og grimmir.
Posted: 20 Mar 2007, 22:00
by keli
Ég splæsi mjög líklega í eitt stykki þegar ég verð búinn að sannfæra sjálfan mig um að ég tími að fá mér stórt búr
arowana og fleira amerískt dótarí, getur ekki klikkað!
Posted: 20 Mar 2007, 22:04
by Hrappur
keli wrote:Ég splæsi mjög líklega í eitt stykki þegar ég verð búinn að sannfæra sjálfan mig um að ég tími að fá mér stórt búr
arowana og fleira amerískt dótarí, getur ekki klikkað!
umm já . ekki spurning. . strákarnir í dýragarðinum eiga líka 3 gara núna úff hvað þeir eru flottir. . .
Posted: 20 Mar 2007, 22:42
by keli
Draumurinn hjá mér væri búr með arowana og motoro skötum... Kannski tiger shovelnose og/eða RTC með og svo eitthvað af síkliðum ef mér svo sýnist... Ég þarf ekki nema eina sundlaug eða svo undir þetta
Posted: 10 Apr 2007, 11:55
by Ólafur
Náði mynd af henni en hún lá grafkyrr i gróðrinum i nokkrar sek.Gat þá notað siman en þvilik hryllileg myndgæði
Það er svona moment sem maður nagar sig i handarbakið á þvi að maður er ekki búin að kaupa myndavél
Posted: 10 Apr 2007, 14:15
by Ásta
Hún er flott.
Er allur þessi gróður á myndinni ekta?
Posted: 10 Apr 2007, 15:15
by Ólafur
Sæl Sliplis
Já allur gróður hjá mér er ekta
Posted: 10 Apr 2007, 15:27
by ~*Vigdís*~
tek undir með kela, það verður alltaf meira og
meira freistandi að fá sér arowönu þegar maður kíkir á þennan þráð.
Virkilega falleg hjá þér
Posted: 10 Apr 2007, 15:31
by Ásta
Öfunda fólk sem er með svona fínan gróður en ég er algjör gróðurböðull.
Segir bara að ég þarf að skoða ljósin hjá mér betur.
Posted: 10 Apr 2007, 22:35
by Danielörn
vóó hvað er hún eiginlega stór
Posted: 10 Apr 2007, 23:08
by ~*Vigdís*~
Skemtilegt myndband af tveim arrowönum,
önnur hryggnir
http://www.youtube.com/watch?v=5ltmk6oHXg8&NR=1
Posted: 10 Apr 2007, 23:11
by Ólafur
Danielörn wrote:vóó hvað er hún eiginlega stór
Hún er i dag svona 22 til 24 cm en það er bara einn fjórði að stærðini sem hún getur náð
Posted: 10 Apr 2007, 23:15
by Ólafur
Já þetta video er af Asiu Arowönum en min er frá Amason og heitr Silver Arowana.
Þær eru mikið ræktaðar þarna i Asiu og sumar alveg feykidýrar, hef heyrt verð alveg upp að 4000 evrum
Posted: 10 Apr 2007, 23:37
by keli
Þú getur fengið asískar rauðar arowönur á einhverjar milljónir... €4000 er smotterí miðað við hvað sumar fara á
Annað flott myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=S2KVGXU4 ... ed&search=
(gat hann samt ekki hreinsað glerið hjá sér?!
Posted: 11 Apr 2007, 01:07
by ~*Vigdís*~
sjæse hvað þessi rauða er falleg!
ekki er það þessi sem er að fara á milljónir Keli?
getur verið að maður sé með dýran smekk
Posted: 11 Apr 2007, 09:40
by Ólafur
Svo eru menn að tala um að islenski kvótin sé dýr
Hvað skyldi kilóaverðið á þessum fiskum kosta
Posted: 11 Apr 2007, 09:41
by keli
Jú, rauðar eru dýrastar og sjaldgæfastar. Í asíu er ýmiskonar hjátrú tengd arowönum, t.d. er sagt að rauðar færi manni auð og frama.
Þetta er mjög mikið status symbol í asíu og þessvegna er ekki óalgengt að sjá business kalla með arowönur heima hjá sér.
Posted: 11 Apr 2007, 10:39
by Mr. Skúli
ég fæ mér Arrowana þegar ég fæ stærra búr maður!..
Posted: 12 Apr 2007, 20:15
by Ólafur
Kom við i Fiskó seinnipartin i dag og keypti steikur fyrir prinsessuna.
Mjölormar
Posted: 12 Apr 2007, 20:33
by Ásta
MMMMMM, líta út fyrir að vera juicy... *slurp*
Posted: 12 Apr 2007, 21:32
by sindris
Falleg...
Posted: 12 Apr 2007, 21:53
by keli
Myndin virkar ekki hjá þér sindris... Þannig að ég plögga bara mína síðu
Posted: 13 Apr 2007, 00:11
by Vargur
ég er ekki hrifin af svona stuttbak, ég vil hafa þær langar og liðlegar.
Posted: 13 Apr 2007, 09:51
by Ólafur
Þetta eru glæsilegir fiskar.
Féll fyrir þeim við fyrstu sýn.
Verst hvað þeir eru dýrir en það er sjálfsagt ástæða fyrir þvi.
Posted: 13 Apr 2007, 21:35
by Ólafur
Min litur ekki við nýju ormunum.
Svelti hana i 2 daga og otaði ormunum að henni en hún sýndi engan áhuga,synti bara framhjá eins og einhver primadonna og virti ormin að vetthugi
Prófaði nokkru sinnum með nokkra klukkutima millibili en ekkert gekk.
Hún var söm við sig,synti i kring um ormin en leit ekki við honum.
Ég vissi að hún væri svöng þvi hún kemur alltaf á sama staðin þegar ég opna lokið,hún syndir i áttina til min og dólar fyrir framan mig i von um að fá mat og það gerði hún alltaf i dag þegar ég opnaði lokið en þegar ég dyfði orminum ofani þá hvarf hún,leit ekki við honum (algjör dekurrófa)
Var farin að halda að hún væri ekkert svöng og ákvað að prófa hana.
Ég gekk að búrinu og opnaði lokið,hún kom syndandi að hægra horninu eins og hún gerir alltaf þegar hún er svöng dólaði þarna rétt fyrir neðan yfirborðið i von um að sjá eitthvað æti.
Ég lét kjötbita siga rólega niður til að athuga hvort hún vildi það frekar en orm og viti menn,hún reif kjötið úr höndunum á mér
Ætli ég sitji ekki uppi með dekurrófu bara.
Innst inni er ég hálf fegin.
Þvilikt ógeð eru þessir ormar. Ætla að ala mina á kjöti, fisk og rækju og allt steindautt
Þetta er ekki fyrir mig að gefa lifandi og hvað þá mjölorma.
Sikliðurnar nálguðust ormna af mikilli varúð en átu þá á endanum.
Stærsti Eldmunin tók einn sprelli lifandi upp i sig en spytti honum út strax.
Jack Dempsey át hann með bestu lyst en i pörtum svo það voru hlutar af mjölormum um allt búr i dag en ég ætla að lofa þvi að vera i nótt og ef ég sé hluta á morgun þá hreinsa ég upp. Roapfiskurin fer á veiðar i nótt og eins Platystacusin og tala nú ekki um eplasniglana. Ég á ekki von á þvi að það verði mikið eftir á morgun.
Hættur i mjölormunum
Posted: 21 Apr 2007, 14:56
by keli
Hvað er arowanan í stóru búri hjá þér?
Posted: 21 Apr 2007, 15:51
by Ólafur
400 litrunum og hún er um 23 cm stór i dag.
Posted: 21 Apr 2007, 16:30
by Ólafur
Fór og fékk lánaða myndavél.
Olympus E-500. Mögnuð vél.
Hérna eru splúnkunýjar myndir af drottninguni.
Posted: 21 Apr 2007, 17:17
by Ólafur