Það er gott að vera með sand fyrst meðan foreldrarnir eru með seyðin því foreldrarnir róta upp sandinum og seyðin nærast í fyrstu á smáögnum úr sandinum. Þegar þú tekur svo seyðin og flytur í sér búr þá mundi ég hafa það berbotna þar sem það er auðveldara að þrífa.
Ég mundi hafa seyðin hjá foreldrunum eins lengi og þú telur óhætt, helst 2-3 vikur, þú getur prófað að taka hluta þeirra og látið foreldrana reyna sig á hinum.
Seyðin éta svo nánast hvað sem er.
okay, takk..ég held samt að þau haldi ekki út 2-3 vikur...ef að kellingin fer að pikka í eitt og eitt brjálast kallin og meiðir kellinguna og þá þarf ég að færa hana og bara vesen o.O...vissi ekki að þetta yrði svona mikið vesen...
Seiðin komin ! Og þau eru MÖRG ! þau hafa aldrei eignast svona mörg áður En núna vil ég held færa þau eins fljótt og ég get...vil ekki að þessi verði étin..ég vil sjá einhver stækka og verða stór og flott ^^
Má ég byrja að færa þau yfir í sér búr um helgina ?
Það ætti að vera í lagi. seyðin eru reyndar út um allt ef foreldrarnir eru ekki til að smala þeim saman þannig þú skalt passa að ekki sé dæla í búrinu sem þau geti sogast inn í.
Loftdælu helst eða þá bara að setja svamp eða nælonsokk fyrir inntakið á dælunni þannig að seyðin sogist ekki inn.
Ég var einu sinni með convict seyði í búri með engri dælu en reyndar nokkrum plöntum og þau virtust hafa það fínt, sennilega vaxa þau þó mun hraðar ef það er dæla sem heldur hreyfingu á vatninu þannig það sé súrefnisríkara.
Mínum seyðum hef ég bara verið að gefa molnar flögur og einhvern seyðamat
Það er örugglega til eitthvað betra fóður (artemía?) en þetta virkar allavega
Seiðin eru komin í sérbúr, keypti svampdælu og það er ekki sjens að þau geti sogast inní hana ...er ekki með hitara í búrinu...þarf það eitthvað ? ...það er alltaf svo hlýtt inní herberginu þar sem að búrið er.
Skildi samt nokkur eftir hjá parinu, svo að það komi ekki nýr seiðahópur allveg strax =P
Þetta ætlar að verða erfið fæðing og svo er sagt að convict séu einfaldir í ræktun.
Ég á aldrei í neinum vandræðum með þá, eina sem mér dettur í hug að geti hafa gerst er offóðrun og þá of hátt nitrat eða ammoníak í kjölfarið. Slíkt getur gerst hratt í seyðabúrum ef eitthvað er af óétnu fóðri á botninum.
oh, það hlítur bara að vera það...var svo gáfuð að biðja pabba um að gefa seiðunum um daginn, hann gaf þeim allt of mikið, náði mest af matnum úr búrinu en ekki öllum :S...hlítur að vera það