T5 ljós

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Squinchy wrote:Juwel risi og ekki risi, ekkert svo vinsælt í Us, virðist vera einhver bóla hér lendis sem ég fatta ekki en mikið er það asnalegt og lélegt að það þurfi sérstakar perur í þessi búr

"Bara filterar í dælurnar eru orðnar stórmál." það eru t.d. til juwel filterar upp í dýralíf grófir og fínir

"En hvernig er það mega engar aðrar dýrabúðir flytja inn Juwel vörur nema fiskabúr? Svona af því að Fiskó er að selja þessi búr en enga varahluti, væri asnalegt ef að þeir mættu svo flytja inn"

Má alveg, þær búðir sem eru bara ekki að selja juwel sjá ekki tilgang til þess að pannta þessa varahluti en annars hefur dýralíf aðgang af flest öllu juwel dótinu og kanski hægt að sér panta hjá þeim (aðalega á laugardögum)
Við búum í Evrópu ekki Us og Juwel er með stóru framleiðendunum í Evrópu, persónulega hef ég meiri trú á Evrópskum gæðastöðlum en Bandarískum. Ég er alveg sammála að það er kjánalegt að staðlaðar perur passi ekki í ljósin, þær gera það í báðum mínum búrum sem gerir þetta ennþá kjánalegra.

Ég hringdi í Dýralíf og Það er til eitthvað af bláum filterum í standard stærð (passar í 400l.) en engar aðrar tegundir (hvítir, grænir eða kolafilter) og ekki í compact stærðinni.

Hvort aðrir geti flutt inn Juwel er í fyrsta lagi sennilega samningur á milli Juwel og umboðs og þjónustuaðila hér á landi. Ég er nokkuð viss að hann er fyrir hendi svo að það þyrfti að hafa fyrir því fá Juwel til að brjóta þann samning. Það væri örugglega ekki mikið mál miðað við aðstæður núna en þeir sem eru í fiskabransanum hérna þekkjast flestir ef ekki allir og enginn tilbúinn að reka rýtinga í bakið hver á öðrum. Trítla og Fiskó hafa bæði verið að kaupa í gegnum Fiskabúr.is Aðrir hafa getað jafnvel keypt eitthvað í gegnum stóra dreifingaraðila sem hafa mörg vörumerki í boði. Fleiri hendur gerir vöruna dýrari þegar hún er komin hingað og Juwel gengur út á það að vera vandað en ódýrt.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hefur ekkert við kolfilter svamp að gera hérlendis, ekkert klór í okkar vatni

"Fleiri hendur gerir vöruna dýrari þegar hún er komin hingað"

Seinast þegar ég gáði voru svamparnir bara ódýrari hjá dýralíf heldur en í öðrum dýrabúðum

Juwel=>Fiskabúr.is=>Aðrar verslanir, 3 aðilar
Juwel=>"stóra dreifingaraðila sem hafa mörg vörumerki í boði"=>Aðrar verslanir, 3 aðilar

Til í að útskýra muninn á þessu nánar ? sýnist þetta vera alveg jafn margar "Hendur", bara mismunandi álagning hjá 2 eða 3 aðila ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Kolafilter tekur meira en bara klór, t.d. lyf eftir lyfjameðferð, ef þetta er algjörlega ástæðulaust legg ég til að þú farir í herferð til að fjarlægja kolafiltera úr íslenskum gæludýraverslunum!

Það hefur lítið að segja að vera ódýrari ef hluturinn er ekki til. Það er síðan annar handleggur að gefa sig út fyrir að þjónusta ákveðin vörumerki, eiga til varahluti og rekstrarvörur fyrir það merki, t.d. ljósaperur sem fást hvergi annarsstaðar án þess að það þurfi að bíða eftir sérpöntunum.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég er alveg pottþéttur á því að þessi aðili sem er að flytja inn Juwelvörurnar hingað inn sé alveg pottþéttur.
Þetta gat bara ekki hitt verr á með tíma hjá honum, gámurinn að koma og hann að fara erlendis alveg um leið.
Mér allavega líkar mjög vel við Juwel búrið mitt, bara smá óheppni með ljósastæðið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

T5, eru það ekki bara venjulegu perurnar, ekki þessar mjóu? (Mér finnst grautfúlt að opinbera þessa gleymsku mína hér á spjallinu :P )
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ásta wrote:T5, eru það ekki bara venjulegu perurnar, ekki þessar mjóu? (Mér finnst grautfúlt að opinbera þessa gleymsku mína hér á spjallinu :P )
T5 eru þessar mjóu, þú hefðir sennilega getað komist að því með að gúggla T5. :-)

Annar held ég að Eiríkur muni standa sig í að eiga til Juwel vörurnar. Hann er með fiskabúraþjónustu og er með að ég held um 30 Juwel búr í sinni umsjá þannig hann þarf mikið á þessum vörum að halda.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Googla hvað? Það er orðið vonlaust að googla einhverju því maður lendir alltaf á einhverjum bloggsíðum :?

En því miður fyrir þig Pippi á ég bara T8.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Sorry Vargur en hann hefur ekki verið að standa sig nýlega! Ég hef ekki fengið neina þjónustu og hef eitt heilmiklum tíma í að hringja og spyrja hvað sé til út um allt. Ég er með 2 Juwel búr og örugglega frekar dugleg að skipta og endurnýja miðað við marga, en hef pantað nánast allt að utan.
Post Reply