Takk! Já hún er einstaklega falleg í fiðrinu, enda fær hún úrval af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi og gott fóður.
En hún er svakalegt "tjikken"

keypti handa henni nagdót í dag og setti inn í búrið hennar, hún var skíthrædd og harðneitar að fara inn í búrið núna,jafnvel þó að ég sé búin að fjarlægja "hræðilega aðskota hlutinn" úr höllinni hennar...
Reyndar eru þessir gaukar alveg einstaklega feimnir og hræddir að kynnast nýjum hlutum..
En fyrir utan það þá er hún einstaklega ljúf og ekkert hrædd þó að það koma gestir, hún var reyndar svo hrifin af honum Prien, hérna á spjallinu, að ég þurfti að taka hana af öxlinni af honum, sem hún var búin að eigna sér, þegar hann var að fara!
Hún virðist vera einstaklega kvöldfúll fugl, sérstaklega kl tíu á kvöldin, virkilega fyndið, vill ekkert með okkur hafa þá!
