það er oft leiðinlegt með svona litlar vélar hvað er lítið hægt að fikta í þeim til að taka myndir við sérstakar aðstæður.
við eigum eina gamla litla sem er alveg ómöguleg í fiskamyndatökur.
En það sem þu þarft að gera til að ná skýrari mynd er að taka hana hraðar.
Ég held það sé ekki hægt að handstilla lokunarhraðann á þessari vél en það er hægt að hækka ISO stillinguna, myndi prófa það og sjá hversu hratt vélin tekur þá. Því hærri ISO, því hraðar tekur vélin.
Hún kemst upp í ISO 3200 en myndi reyna að hafa það mun neðar samt.
Að hækka ISO of mikið gerir myndirnar kornóttari og verri.
Svo á að vera stilling í vélinni inni í Scene selection sem heitir
High speed shutter. Ég veit ekkert hvernig það virkar en um að gera að prófa.
Svo mæli ég með að slökkva öll ljós í herberginu/stofunni og draga fyrir glugga til að lágmarka endurvarp á búrinu og að slökkva á flassinu því það kemur yfirleitt ekki vel út á svona vélum að nota flass.
Til að gefa þér einhverja hugmynd um hvaða hraða myndavélin þarf að ná til að ná sæmilegum fiskamyndum og óhreyfðum reyni ég að fara ekki undir 1/20 en þá þurfa fiskarnir að vera nokkuð kyrrir. því hærri, því betra, 1/100 er fínt finnst mér.
Ljósopið á vélinni þinni er alltaf á AUTO stillingu, þú getur s.s. ekkert átt við það en ég held það sé best að nota ekki zoomið þegar þú ert að taka því zoom minnkar ljósopið og þá stillir vélin á enn minni hraða.
Allavega þá vona ég að þetta sé að einhverju leiti skiljanlegt hjá mér og hjálpi
ps. það er betra að reyna að beygja sig niður og vera í sömu hæð og fiskarnir sem maður er að taka myndir af, að taka myndir skakkt á glerið bjagar oft myndirnar.