Page 2 of 2

Posted: 04 Dec 2006, 19:42
by Vargur
Þeir verða sjaldnast stærri en 25-30 cm í fiskabúrum en eiga víst að geta náð allt að 50 cm í náttúrunni.

Posted: 04 Dec 2006, 21:05
by Gudjon
góð stærð

Ég var að lesa mig til um þennan Gar fisk og ég sá einhverstaðar að þeir verði um 70 cm
er þá verið að tala um í náttúrunni? hvað verða þeir sirka stórir í fiskabúrum?

Ég held að það endi með því að þú þurfir að bæta við búrum

Ég var að skoða stöðuna hjá mér og ég sá að ég er með 5 TÓM búr sem er enganveginn nógu gott hjá mér

Black ghost tekur eitt þeirra og þá verða 4 eftir og eitt er ég að fara að láta frá mér svo þá er ég með 3 búr frá 100 og uppí 250 l. Ég stefni á að setja Óskarana í stærsta búrið og svo er bara að koma einhverjum spes fiskum í hin.
Ég hef verið að fá brennandi áhuga á skötum síðan að ég sá myndirnar á fiskabúr.is, er ég að fara framúr sjálfum mér með þessum hugsunum eða er þetta eitthvað sem gæti ræst?
Image

þetta er kanski ekki rétti þráðurinn fyrir þessar spurningar en þetta eru jú allt nokkurskonar monster

Posted: 05 Dec 2006, 09:05
by Vargur
Ég er ekki klár á því hvað garinn verður stór í búrum.
Skötur eru bara fínt mál, ég hef reyndar heyrt að það geti verið vandamál að fá þær til að éta og svo þurfa þær mikið botnpláss til að njóta sín.