Vargur á ferðinni.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Andri Pogo wrote:já mjög gaman að sjá búr á svona opinberum stöðum. Ertu að sjá um e-ð mörg búr?
Það eru ekki nema 4 stk full time(fyrir utan heimilið og búðina) en svo hleyp ég í nokkur annað slagið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Á föstudaginn tók ég smá hring og leit á 3 að þeim búrum sem ég þjónusta.

Fyrsta búrið sem ég heimsótti er stórglæsilegt 440 l Ameríkubúr í heimahúsi, því miður gleymdi ég myndavélinni í bílnum en kanski ég reyni að muna eftir henni næst.
Þvínæst var farið í Drafnarhús sem er dvalarheimili fyrir Alzheimer sjúklinga og þar settum við feðgar upp nýtt 260 l Juwel Vision búr.
Image
Í þetta búr fara fiskar í næstu viku.

Að lokum litum við á búr sem er í barnaskóla í Garðabæ.
Image
Þetta er 400 l Juwel búr og í því eru nokkrir gullfiskar og barbar, þetta búr hefur verið einstaklega gott í umhirðu og engin vandamál tengd því.
Búrið er svo sem ekkert sérstaklega spennandi að mínu mati en ég vonast til að fá að lífga aðeins upp á það í haust.

Image

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skellti mér í náttúrugripasafnið í Kópavogi í dag.
Í safninu eru nokkur fiskabúr og mjög gaman að skoða þau.

Image

Image
Þetta búr er ferskvatnsbúr og bara fullt af einhverjum smákvikindum og vatnapöddum.

Image
Þingvallabúr.

Image
Image
Image
Myndir úr Þingvallabúri.

Image
Hornsílabúr, gullfallegt búr en ég eyddi óvart heildarmyndinni af því, hér má þó sjá hvað bakgrunnurinn er smekklegur.

Image
Sjávarbúr, frábært búr en hefði mátt innihalda meira líf.

Myndir úr sjávarbúri
Image

Image
Sprettfiskur.

Image
Koli.

Image

Image

Image
Marhnútur.

Það var gaman að sjá hvað búrin þarna eru snyrtileg og greinilega einstaklega vel hugsað um þau.

Ýmislegt fleira má sjá á safninu.

Image
kúluskítur.

Image

Image

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Magnað hvað bleikjan og murtan eru fallegir fiskar... Líka marhnúturinn, ég verð að viðurkenna að mér finnst hann frekar flottur :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Marhnúturinn er fínasta monster. :)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

flottar myndir :) mjög lítið en fínt safn :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tók nokkrar myndir úr búrinu sem er á Dvalarheimilinu Grund.

Image

Image

Image

Image

Í búrinu eru Malawi sikliður og gengur allt ljómandi vel, stöðugar hrygningar osf.

Ég setti líka upp nýtt búr annarsstaðar í húsinu, í það eru komnir fiskar, myndir í vikunni.
Image
Þessar voru að dást að nýja búrinu...eða Vargnum. :sterkur: :sterkur: :sterkur: :mrgreen:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Lamb chops!!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

hvernig væri nú að fá myndir úr fjörukránni :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég lífgaði aðeins upp á búrið í barnaskólanum.

Image

Image

Image

Setti í það lifandi gróður og slatta af fiskum.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

vá fallegt búr!
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Þetta er frábær þráður..

Við þyrftum kannski að fá Varg-nágranna yfir til að kíkja á búrið okkar og sjá hvað við getum gert spennandi við það..

Við erum að spá í hvað við getum gert við það ... keyptum 2 rætur í gær og bakgrunn..(hefði viljað setja bakgrunn ofan í búrið en það er ekki hægt þegar það er líf í búrinu....

Svo langar okkur í einhvera meira spennandi fiska kjána..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það ætti að reddast, ekki er langt að fara. :-)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Meistari Vargur..
Ertu ekki með spennandi myndir handa okkur til að bæta við þennan þráð..? :)

Æðislega skemmtilegur þráður.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er búinn að vera svo latur í ferðalögum undanfarið.
Fer að rífa mig upp á rasshárunum og drattast í einhverjar heimsóknir eða myndaleiðangra.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Vargur wrote:Ég er búinn að vera svo latur í ferðalögum undanfarið.
Fer að rífa mig upp á rasshárunum og drattast í einhverjar heimsóknir eða myndaleiðangra.
Ég veit um eina heimsókn sem þú fórst í með myndavélina þína meðferðis :wink:
Last edited by Brynja on 17 Dec 2007, 12:25, edited 1 time in total.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Hvenær ætlar þú að skröltast norður í land :whiped: ......... ? kanski spurning um að bíða með það framm á vorið og þá getum við Jónbi hjólað á móti þér :gamall:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já það er alveg spurning. Ég er nú oft á ferðinni þarna norður en fer oftast með flugvélinni.
Það er minnsta málið að rúlla á hjólinu þegar fer að vora.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Datt í hug að uppfæra þennan þráð lítillega. Hér eru tvær myndir úr fiskabúrinu í Barnaskóla Hjallastefnunnar, ég fer svo að drattast í einhverja leiðangra. :)

Image

Image
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Gaman að lesa og skoða þennan þráð

en ég var að spá hvað þarf (stærð, kælingu eða hita og þannig) til að geta verið með bleykju í búri og gengur það alveg upp til lengri tíma
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi spurning ætti kannski betur heima í föndurhorninu, reyndar held ég að þar séu einhverjar umræður um svipuð mál.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ekki hærri hita en 12-14 gráður, búr þarf ekki að vera svo stórt það er ef þú ert með dvergbleikju ca 150L+ annars stærra ef um aðra týpur er að ræða, annars lítið mál bleikjan er mjög nægjusamur fiskur á allan hátt, Vargur þú bara færir þetta ef þú vilt
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja loksins hef ég eitthvað af viti í þennan þráð.
Ég skellti mér í bíltúr austur í skeiða- og gnúpverjahrepp í dag og tók hús á Víking félaga okkar sem er skráður hér á spjallið með nafnið Víglin.

Ég byrjaði yfir kaffibolla í eldhúsinu og skoðaði rúmlega 400 lítra diskua og dvergsikliðu búr.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Framhald væntanlegt.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ofboðslega fallegt búr hjá honum! :D vá...
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

flottir fiskar hjá kappanum
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Flottir fiskar og búr hjá kappanum :) Er þetta slör Ancistra að gæða sér af gúrkunni ?
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

pípó wrote:Flottir fiskar og búr hjá kappanum :) Er þetta slör Ancistra að gæða sér af gúrkunni ?
ég var einmitt að slefa yfir þeirri ancistru :D
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Einmitt Jinx einhvern daginn eignumst við svona ekkert smá flottir gripir :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er slör ancista, ansi fallegur gripur. Það voru að mig minnir þrír svona í búrinu.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Maður sér þetta aldrei til sölu í fiskabúðunum,þarf að láta panta þetta fyrir sig Vargur ? Ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta vægast sagt flottir fiskar.
Post Reply