Verðmunur Dýrabúða

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Enda græða menn ekkert á því að vera gagnrýna, fordæma og kvarta hérna á síðunnu um verðlagsstefnu verslanna - maður verslar bara þar sem að maður fær sanngjarnt verð og góða þjónustu. Þannig kemur maður sínum skilaboðum skýrast til skila.
Öll þessi neikvæðni skilar akkúrat engu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Umræðan skilar því þó kannski að þeir sem ekki vita betur fara að gera verðsamanburð og færa sig í aðrar verslanir.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Mér finnst allt í lagi að vera með umræðu um þessi mál. Ef maður þekkir ekki vel til þá fer maður þangað sem er mest áberandi og veit ekki um alla litlu aðilana sem standa og falla með þjónustu og samkeppni. Það er líka allt í lagi að benda á hvað munurinn er mikill á milli þeirra dýrustu og hinna.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Sammála því að hafa umræðuna í gangi .... en halda sig við almenna kurteisi...ekki vera segja mönnum að troða einhverju upp í ...........
Skilar engu og gerir spjallið bara ´"ómarktækt"

Sem betur fer ekki mikið um þetta.....á þessu spjalli miðað við önnur.

Höldum þessu bara áfram fagmannlegu og án allra óþarfa "skota"....ein og hefur verið í gangi á þessu fína spjalli....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eimitt. Ég ber ákveðna virðingu fyrir Dýraríkinu, vöruúrval er gott og margt af starfsfólkinu er alveg upp á 10, td. Róbert og Valla af öðrum ólöstuðum, starfsfólkið hefur góða þekkingu á dýrum þó algengt sé að maður lendi í að einhver afgreiði fiska sem ekkert veit um þá, verst er þegar það fólk fer að gefa ráð um umhirðu og annað, sem betur fer er slíkt á undanhaldi.
Verðlagningin er aftur á móti alveg út í bláinn og mig hreinlega svíður þegar ég labba um búðina án þess að kaupa neitt.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

ég var eimitt í dýralandi í mjóddinni um daginn og afgreiðslukonan vissi gjörsamlega ekki hvort hún var að vinna í gælud´lyrabúð eða habitat
kristinn.
-----------
215l
Post Reply