Mig dreymir um að komast einhverntíman á þinn standard í sverðdrögurunum Bruni, hver veit, kannski eftir 20-30 ár ?
Ég er ekki skilinn við stórfiskana og gaman að fá loks búr sem hæfir þessum fiskum allavega upp í hálfa stærð.
Ég ætla að reyna að komast í skeggklúbbinn í Skrautfisk á næsta fundi en þar eru miklir skeggmenn eins og myndir frá fundum sýna.
Vonandi fæ eg að vera með. http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1667
Vargur wrote:Ég ætla að reyna að komast í skeggklúbbinn í Skrautfisk á næsta fundi en þar eru miklir skeggmenn eins og myndir frá fundum sýna.
Vonandi fæ eg að vera með. http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1667
Vargur wrote:Ég ætla að reyna að komast í skeggklúbbinn í Skrautfisk á næsta fundi en þar eru miklir skeggmenn eins og myndir frá fundum sýna.
Vonandi fæ eg að vera með. http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1667
Ja! ég man í Leikfimi í gamla daga að Þarmskeggið á þér var einsog Rastafléttur, það gæti dugað.
Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir gríðarmikla skipulags og hönnunarhæfileika þá er þetta alger tilviljun.
...reyndar fann ég þessa dalla í barnaherberginu og sturtaði ég Duplo kubbum og fleiri leikföngum barnana úr þeim og notaði þá í filterinn.
Ég náði í nokkur búr til Guðmundar í dag og næ vonandi að smíða rekka undir eitthvað af þeim á morgun og koma í gagnið.
Lét renna vatn í 1000 lítra búrið.
Filterinn í aksjón.
Búrið fullt og allt virkar eðlilega, rendar smá leki með yfirfallinu þar sem ég hafði ekki límið til að líma Pvc rörin, fékk lím hjá góðum manni og redda því á morgun.
Ég skellti nokkrum fiskum í 1000 lítrana.
Clown knive.
Red-tail catfish,
Pangasius long fin,
Óskar,
allir 20-25 cm, aðeins annað að sjá þá í svona búri, sérstaklega Pangasiusinn sem er loksins komin með nauðsynlegt sundsvæði.
Upp fór rekki með þremum 300 lítra tvískiptum búrum.
Yfirfall er á öllum búrum til að auðvelda vatnsskipti.
Smá feill með grjótið undir bakgrunninum í 1000 l. búrinu.
Ég reyndi að raða grjótinu þétt undir bakgrunninn þannig stærri fiskar gætu ekki troðið sér á milli steinana en ákvað að kítta grjótið sparlega svo það yrði síður höfuðverkur að fjarlæga það ef þörf yrði á.
Þegar ég fyllti búrið af vatni þá hefur bakgrunnurinn náð að spennast aðeins upp og þannig grjótið aflagast aðeins og myndast smá bil milli steina. Nú eru Rtc og Clown-knive fluttir inn í holrúmið aftan við bakgrunninn.