Jæja, þá er þessu loksins lokið, allavega að utan. Svo á ég eftir að dúlla mér eitthvað við skápinn að innan, bæta við fjöltengjum, hillum og punta þetta eitthvað til. Ég held að það hafi farið ca. 2 vikur í að grunna og lakka mdf-ið. Sökum bágrar vinnuaðstöðu tók ég ekki nema 3-4 plötur í einu, svo fóru 2 umferðir á allt að innan (grunnur og lakkaði bara einu sinni), en að utan fóru alls 4 umferðir, lakkaði þrjár. Þannig að það voru nokkuð mörg kvöldin sem fóru í þetta. En náði þó að láta 1 líter af lakki duga:)
Hér er þetta á síðustu metrunum:
Verkinu loks lokið, skemmtilega gefandi að gera svona hluti alveg frá a-ö. Svo lærir maður helling á þessu, sérstaklega þar sem ég kunni nú ekki mikið fyrir.
Nú fer ég að panta gleri í sjálft búrið. Á von á því að seningu með filtermediu í trölladæluna frá Úlla komi í vikunni ásamt gegnumtökum, fittings, hiturum o.fl. dóteríi komi.
Í framhaldinu af því verð ég að smíða eitthvað smá bok fyrir ljósið sem ég ætla svo að hengja yfir búrið, það verður þó ekki framtíðarlausnin heldur stefni ég á að fá annaðhvort eitt stykki svona:
http://www.aquaristic.net/shop.php/sid/ ... 80%20Watt/
eða mögulega 3 stykki svona þegar gengið á evrunni verður orðið þolanlegt:
http://www.aquaristic.net/shop.php/sid/ ... 20150%20W/