Nano búr kela

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég þekki þennan viðbjóð ágætlega, ég er nýlega búin að fá nýja sprenginu af svona + staghorn. setti helling af rosefoliu í klór út af þessu. eina sem ég get ímyndað mér er jafnvægi lýsingar, co2 og næringarefna..
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þetta er thread algae eða hair algae, erfitt að greina á milli. Best að fjarlægja þetta með tannbursta, vefja honum bara um hárin og taka þetta burt. Þetta kemur út af ójafnvægi í næringarefnum og miklu ljósi. sae og amano rækjur éta þetta.

Annars held ég að lausnin á þessu felist líka í að stytta ljósatímann og minnka ljósmagnið jafnvel. Með þetta mikið ljós ná plönturnar hjá þér sem eru ekki mjög hraðvaxta ekki að svelta þörunginn sem fær því að dafna.

Getur líka prófað að bæta hraðvaxta plöntum í búrið til að svæla þörunginn út, en það mundi skemma lúkkið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Þetta er thread algae eða hair algae, erfitt að greina á milli. Best að fjarlægja þetta með tannbursta, vefja honum bara um hárin og taka þetta burt. Þetta kemur út af ójafnvægi í næringarefnum og miklu ljósi. sae og amano rækjur éta þetta.

Annars held ég að lausnin á þessu felist líka í að stytta ljósatímann og minnka ljósmagnið jafnvel. Með þetta mikið ljós ná plönturnar hjá þér sem eru ekki mjög hraðvaxta ekki að svelta þörunginn sem fær því að dafna.

Getur líka prófað að bæta hraðvaxta plöntum í búrið til að svæla þörunginn út, en það mundi skemma lúkkið.
Jæja, ég var akkúrat að kaupa 6 amano rækjur í von um að þær narti í þetta. Ætla svo að henda nokkrum ancistruseiðum í búrið líka. Er líka búinn að minnka ljósatímann úr ~10-12 í max 8klst og ætla jafnvel að dimma ljósin örlítið. Eyk svo ljósmagnið bara seinna þegar plönturnar eru komnar í gang.

Annars er gaman að sjá hvað allt sprettur í búrinu, það er alveg greinilegt að plönturnar fíla þetta því stóra plantan vinstra megin í búrinu sem ég veit ekki hvað heitir er búin að bæta á sig mörgum blöðum.

Þörungur, mega vöxtur og ýmiskonar ævintýri, og það er ekki einusinni komin vika síðan það fór vatn í búrið :) Eitthvað sem segir mér að þetta verði ansi litríkur þráður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Það er a.m.k. strax mjög gaman að fylgjast með honum
Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já, þetta verður skemmtilegt, greinilegt að þessar díóður skila sínu. Ég verð að skoða þetta í búrið hjá mér. Er ekki verið að nota þetta soldið mikið í saltinu? Þetta dugar líka ágætlega fyrir dýpru búr, er það ekki?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Já, þetta verður skemmtilegt, greinilegt að þessar díóður skila sínu. Ég verð að skoða þetta í búrið hjá mér. Er ekki verið að nota þetta soldið mikið í saltinu? Þetta dugar líka ágætlega fyrir dýpru búr, er það ekki?
Júbb, dugar fínt í dýpri búr. Ef maður er að setja þetta í búr sem er dýpra en 40-50cm þá þarf maður hugsanlega að kaupa linsur til að fókusa geislann aðeins, en þær eru ekkert rosalega dýrar, kannski um $2 stykkið. Fer bara eftir hvað ljósið þarf að komast langt niður.

Fólk er að mixa þessum hvítu og svo bláum saman, ca. 50/50 í saltinu. Oftast með díóðurnar aðeins þéttar en ég er að gera t.d.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég verð greinilega að fara að kynna mér þetta eitthvað. Hvernig er kostnaðurinn á þessu samanborið við t5?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kostnaðurinn er meiri en við t5. Það má hinsvegar horfa á þetta þannig að maður þarf ekki að skipta um perur nema í fyrsta lagi efti 5 ár, hugsanlega 10-15 ár ef maður sættir sig við að díóðan heldur 80% af birtunni eftir 50þús klst notkun.

Ég gerði þetta eins ódýrt og ég gat, og átti gamalt laptop powersupply sem dugði. Þetta endaði í um 12þús fyrir mig með öllu.

Kostnaður er ca:
$5.3 per ljósdíóða
$16 per 6 ljósdíóður fyrir "driver" - græja sem stjórnar straumnum sem fer inná díóðurnar
$40 fyrir powersupply, sem getur keyrt allt að 50 díóður

Svo innalands:
Álplata, 6mm þykk - ~1000kr/kg
álprófílar á álplötuna til að auka kælieiginleika hennar - 1000kr+
1500kr fyrir viftu á kæliplötuna

Svo eru vírar og eitthvað smotterí hér og þar, má gera ráð fyrir 1-2þús fyrir það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ok..... ég datt út ca. í "laptop powersupply" :omg: veit vel hvað það er en skil ekki tenginguna við ljósajúnitið......
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gudrungd wrote:ok..... ég datt út ca. í "laptop powersupply" :omg: veit vel hvað það er en skil ekki tenginguna við ljósajúnitið......
Þetta þarf jú einhvernvegin að fá rafmagn.. :) AC straumur gengur ekki, og laptop straumbreytirinn var í passlegri stærð uppá að fá 24v DC straum og 2 Amper.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ertu að segja mér að ég hafi góða ástæðu til að geyma alla spennubreyta með ónýtum tækjum, ég gæti raunverulega notað þá einhvern tímann? :ojee:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég geri það amk :P En ég er líka endalaust að rafmagnsnördast eitthvað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Bætti við fleiri amano í dag... Eru 14 í búrinu núna. Ég hafði ljósin bara í gangi í um 2klst í gær og svo í svona 4klst í dag og það + rækjurnar virðist hafa slatta að segja. Fullt af þörungi eftir, en hann sést ekkert sérstaklega vel á myndunum :)

Plönturnar virðast spretta skítsæmilega:

4 apríl:
Image

11 apríl (í dag):
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

bara flott :góður:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Brilliant, HC greinilega að fíla lýsinguna vel. Það er nú ekki að sjá á myndinni að þörungurinn sé til mikilla vandræða.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Brilliant, HC greinilega að fíla lýsinguna vel. Það er nú ekki að sjá á myndinni að þörungurinn sé til mikilla vandræða.
Hann er ekki beint til vandræða, en hann er til staðar, og er útum allt. Myndin er nógu lítil að maður sér það ekki almennilega á henni :)

En plönturnar virðast einmitt fíla ljósið ansi vel. Gaman að sjá það, því þetta var svolítið blindskot með þessar díóður. Núna er maður strax farinn að pæla að það gæti verið gaman að prófa ennþá minni búr með þessari lýsingu, t.d. bjórglas með hair grass og einni díóðu eða eitthvað svoleiðis? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mjög flott, hvað kosta Amano sækjur í Dýragarðinum annars?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Mjög flott, hvað kosta Amano sækjur í Dýragarðinum annars?
Öðru hvoru megin við 500kr minnir mig.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Enginn smá vöxtur, hvað ertu að nota til að keyra led-ið ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

keli wrote:Ég gerði þetta eins ódýrt og ég gat, og átti gamalt laptop powersupply sem dugði. Þetta endaði í um 12þús fyrir mig með öllu
:idea:
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

vá flott búr :)
:)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Enginn smá vöxtur, hvað ertu að nota til að keyra led-ið ?
luxdrive 1000mA LED drivera. 2stk, kostuðu ~2500kr stykkið, pantaði þá þegar ég var í usa.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei er mikill munur eftir að þú fórst að nota þessa drivera ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Okei er mikill munur eftir að þú fórst að nota þessa drivera ?
Ég var með þá allan tímann á þessum díóðum. Þeir eru eiginlega möst ef maður vill geta dimmað og svona.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei hélt það líka :), langar svolítið að gera svona fyrir frag búr, frá hvaða ebay verslun fékkstu þetta ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Okei hélt það líka :), langar svolítið að gera svona fyrir frag búr, frá hvaða ebay verslun fékkstu þetta ?
Pantaði ljósdíóðurnar af dealextreme.com, driverana af ledsupply.com. Rest átti ég.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei snilld :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

:shock:

Megnið af rækjunum eru dauðar eða að drepast. Líklega útaf því að ég bætti pííínulitli við co2 í búrinu :( Ég er búinn að auka loftið til muna í búrinu í von um að einhverjar taki við sér, en er ekki bjartsýnn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Það var nú leitt :(
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Image

Svona leit þetta út á miðvikudaginn... Allar rækjurnar á hliðinni og hreyfðu sig ekki þótt maður potaði í þær. Þær tórðu þó næstum allar, drápust bara 2.

Búrið er í ágætis standi er þó í svolitlum þörungavandræðum. Rækjurnar standa sig ágætlega í að éta hann, en ég þyrfti líklega 3x fleiri til þess að þær hefðu undan.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply